dagsson

119 Hringavitleysa III: Sælir King (Lord of the Rings III: The Return of the King)

Fróði ferðast ennþá með hringinn ásamt Sóma félaga sínum og þurfa þeir nauðsynlega að komast óséðir framhjá öllum illmennunum sem hafa safnast saman hjá Sauroni. Aragorn sér nú að hann þarf að taka við krúnunni ef það á að ráða niðurlögum á illmennasúpunni sem myndast hefur í Mordor.

Read More

118 Hringavitleysa II: Tvennutilboð (Lord of the Rings II: Two Towers)

Nú þegar Fróði og Sámur hafa orðið viðskila við fylgdarsveina sína liggur þeim mikið á að komast klakklaust á leiðarenda. Þeir vita mest lítið um hvernig fór fyrir hinum sem lögðu með þeim af stað í leiðangurinn en með viljann að vopni og landakort rata þeir vonandi inn að Dyngjunni.

Read More

117 Hringavitleysa I: Ferðaveldið (Lord of the Rings I: The Fellowship of the Ring)

Þegar Hobbitanum Fróða áskotnast gullhringur með dulda krafta, þarf hann að taka á honum stóra sínum til að standast töfra hringsins. Hann ákveður ásamt vini sínum Gandálfi að koma hringnum fyrir kattarnef og eyða honum í Dómsdyngju þar sem hann var fyrst búinn til, það er að segja vísa honum aftur til föðurhúsanna. Hann á…

Read More

116 Hoppípolla (Singin’ in the Rain)

Ungur áhættuleikari í Hollywood fær stóra tækifærið sitt og verður stjarna á hvíta tjaldinu. Hann og mótleikkona hans þykjast vera í ástarsambandi til að auka á aðsókn á næstu mynd, en það mun hafa lítið að segja því sú mynd mun vera með tali og mótleikkonan er ekki með sérlega fágaða leikkonurödd.

Read More

115 Hvert þó í hoppandi (Mulholland Drive)

Ung leikkona kemur til Hollywood til að meika það en gengur ekki betur en svo að hún missir vitið þegar ástkona hennar sem er einnig leikkona hættir með henni fyrir ungan og upprennandi leikstjóra.

Read More

114 Eiríkur Fjalar (Ed Wood)

Ed Wood reynir fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri í Hollywood og heldur ótrauður áfram þrátt fyrir margar hindranir og hæfileikaskort. Hann keyrir verkefnin sín áfram á jákvæðni og með hjálp þekkts leikara sem er kominn á aldur og er mikill morfínfíkill en vill þrátt fyrir það taka þátt í myndunum hans Ed.

Read More

113 Dótadagur 3: Leikfangar (Toy Story 3)

Þegar Andy, eigandi margvíslegra leikfanga, er á leiðinni í háskóla ætlar hann að koma gömlu leikföngunum sínum fyrir uppá háalofti. Þau enda óvart í ruslinu og þurfa svo að koma sér aftur heim, en með stuttri viðkomu á barnadagheimili þar sem bleikur knúsubangsi ræður ríkjum.

Read More

112 Ná vá 2: Nögun við dögun (Evil Dead 2)

Ungt og efnilegt par ákveður að leggja leið sína í lítið sumarhús en þar finna þau forna bók sem býr yfir illsku. Þau komast snögglega að því að illskan lifir í öllu umhverfinu en um leið og illskan klófestir annað þeirra eru góð ráð dýr.

Read More

111 Babbi segir, Babbi segir (The Godfather II)

Í þessum formála og eftirmála af kvikmyndinni Babbi segir sjáum við upprisu og hnig fjölskylduveldisins sem við kynntumst í fyrstu myndinni. Við fylgjumst með Vito Corleone þegar hann kemur fyrst til Bandaríkjanna og ætlar að koma sér upp góðu orðspori í hverfinu. Einnig sjáum við hvernig syni hans Michael tekst til að sjá um fjölskylduarfinn…

Read More

110 Babbi segir (The Godfather)

Höfuð fjölskyldunnar lendir í bráðri lífshættu eftir skotárás og er einnig kominn á aldur svo þá þarf að finna hæfan arftaka í systkinahópnum, sem getur viðhaldið veldinu sem er búið að byggja upp. Af þremur bræðrum kemur einn sterklega til greina, og hann byrjar á að fá vandasamt verkefni í hendurnar.

Read More

109 Jólin dúkka upp (The Muppet Christmas Carol)

Heldri maður og lánadrottinn er viðskotaillur í samskiptum sínum við starfólkið sitt og raunar allt fólk sem hann umgengst. Á jólanótt er hann svo heimsóttur af draugum sem veita honum nýja sýn á lífið.

Read More

108 Ríðingafélagið Grímur (Eyes Wide Shut)

Eiginmaður og faðir kemst á snoðir um ankannalega skemmtun sem felur í sér mikla nekt, samfarir og grímunotkun, og langar mjög mikið að komast í veisluna án þess að láta eiginkonuna sína vita. Hann hverfur út í nóttina undir því yfirskini að vera að sinna sínum sjúklingum en reynir í staðinn eftir fremsta megni að…

Read More

107 Bráðum koma stressuð jólin (Christmas Vacation)

Óhandlaginn heimilisfaðir vill halda hin fullkomnu jól með fjölskyldunni sinni, en fær svo inn á heimilið foreldra sína, tengdaforeldra og frænda og fjölskyldu hans, ásamt hundinum þeirra sem er að glíma við mikla sýkingu í ennisholum.

Read More

106 Ferðamátar (Planes, Trains and Automobiles)

Einn auglýsingastofustarfsmaður er að leggja af stað heim til sín fyrir Þakkargjörðarhátíðina til að eyða henni í faðmi fjölskyldunnar sinnar þegar að á vegi hans verður farandsölumaður sem á heldur betur eftir að vera örlagavaldur í hans lífi.

Read More

Brot af því besta – Þættir 011-015

Smakkseðill úr þáttum 11 til 15, þessi brot er að finna í umfjöllun um myndirnar Tóti á móti, (My Neighbour Totoro), Hörundsár (Scarface), Olnbogarými (Office Space), Flottar á flótta (Thelma & Louise) og loks Skarkári (Poltergeist).

Read More

105 Barði (Rocky)

Fátækum og hirðulausum ónytjung er boðið að keppa á móti stærsta hnefaleikakappa Bandaríkjanna og hefur hann fimm vikur til að undirbúa sig. Hann ber í svínsskrokka og hleypur um Philadelphiuborg og eignast kærustu sem stendur við bakið á honum.

Read More

104 Nóg til og meira frammi (Babettes Gæstebud)

Franskur kokkur fær athvarf hjá tveimur systrum og unir vel. Hún vinnur svo í frönsku lottói og ákveður að nýta peninginn til að bjóða til alvöru franskrar veislu í smábænum þeirra.

Read More

103 Sláturfélag Suðurríkjanna (The Texas Chain Saw Massacre)

Fimm ungmenni sem stúdera gang himintunglanna ætla að kíkja á eyðibýli saman, en gleyma að taka bensín og þurfa að banka uppá í nærliggjandi húsi til að fá aðstoð við það. Þar tekur á móti þeim ófrýnilegur maður sem styttir þeim stundir.

Read More

102 Viltu vera memm? (Låt den rätte komma in)

Ungur drengur kynnist nágranna sínum sem reynist vera vampíra. Með þeim myndast mikill vinskapur og hjálpar hún honum að klekkja á bekkjabræðrum hans sem hafa verið að gera honum lífið leitt.

Read More

101 That’s So Raven (Hrafninn flýgur)

Á víkingatímum á Vík í Mýrdal, mætir Gestur á svæðið sem hyggur á blóðugar hefndir. Hann egnir öllum gengjum saman og kemur upp á milli fóstbræðra í ofanálag, allt til að hefna foreldra sinna og bjarga systur sinni.

Read More

100 Klappstyrjöldin (Bring It On)

Nú eru góð ráð dýr, þegar söguhetjan okkar sem er nýkjörin fyrirliði klappstýruliðsins, kemst að því að öll þeirra fyrri atriði eru stolin frá öðru liði sem hefur ekki haft fjármagn til að mæta á klappstýrukeppnir. Til að bjarga mannorði liðsins, bregður hún á það ráð að fá nýjan danshöfund, en sá hefur óhreint mjöl…

Read More

099 Bjartur (Akira)

Ungir drengir í mótorhjólagengi lenda í hættu þegar að einn þeirra smitast af telekínetískum ofurkröftum. Smitið nær heljartökum á honum, og reynist honum lífshættulegt.

Read More

Brot af því besta – Þættir 006-010

Smakkseðill úr þáttum 6 til 10, þessi brot er að finna í umfjöllun um myndirnar Meðal dóna og þrjóta í Minnesóta (Fargo), KJAMS (Jaws), Hugguleg án heimanmunds (Pretty Woman), Reimholt (Ghost World) og loks Bíbí fríkar út (Birds).

Read More

098 Kung fú sjúbbídú (Kung Fu Hustle)

Í einum fátækasta hluta Shanghai borgar er blokk með samliggjandi svalir og mikinn samgang íbúa sem eiga það sameiginlegt að vera með sama leigusalann. Leigusalinn býr líka í blokkinni en hún býr einnig yfir ofurkröftum.

Read More

097 Strákarnir okkar (Team America: World Police)

Alheimslögregla Bandaríkjanna er orðin ráðþrota í baráttunni við hryðjuverkamenn og ræður því til sín Gary, stærsta leikarann á Broadway til að svindla sér inn í herbúðir óvinanna. Hann beitir öllum sínum leikhæfileikum til að bjarga heiminum og finnur ástina.

Read More

096 Vonlaust viðhald (Fatal Attraction)

Þegar heimilisfaðir, sem þykir hjónaband sitt farið að súrna, ákveður að halda framhjá eiginkonu sinni með tælandi samstarfskonu, kemst hann fljótt að því að hann hefði betur haldið upp um sig brókinni.

Read More

095 Bella Dýramær (Beauty and the Beast)

Fríða er ungur bókaormur sem þyrstir í ævintýri og þegar föður hennar er rænt af dýrslegri skepnu í álögum, ákveður hún að hún skuli bjóða sjálfa sig fram sem fanga í stað föður síns. Hún dvelur í kastala þar sem allt heimilisfólk er einnig undir álögum og reynir að gera gott úr dvölinni þar.

Read More

094 Hlaupastingur (Blade Runner)

Í dystópískri framtíð eru löggur sem veiða vélmenni sem eru svo raunveruleg að það sést ekki munur á þeim og venjulegu fólki.

Read More

093 Bleikir mávar (Pink Flamingos)

Dragdrottningin og glæpakvendið Divine býr í hjólhýsi ásamt fjölskyldu og vinum og stærir sig af því að vera sú óhugnalegasta í bransanum. Þegar hjónakorn nokkur í bænum fá veður af því langar þau að storka þeim titli hjá Divine með því að gera þeim ógeðis-grikki.

Read More

092 Flóttamannabúðir (The Great Escape)

Stríðsföngum sem hafa verið iðnir við að reyna að strjúka úr fangabúðum nasista er safnað saman í einar fangabúðir sem er mjög erfitt að strjúka úr. Þeir eru hins vegar mjög skipulagðir og búa yfir ýmsum og fjölbreyttum hæfileikum sem verður til þess að þeir leggja saman á ráðin að reyna enn og aftur á…

Read More

091 Flottur Jackie (Police Story)

Jackie Chan leikur lögreglumann sem þarf að vernda mikilvægt vitni í mafíumáli, og lendir í ýmsum ógöngum meðan að á því stendur. Það eru óþokkar á hverju strái sem bíða þess að berja úr honum líftóruna en þeim tekst illa til í því ætlunarverki.

Read More

090 Í bláum skugga (Blue Velvet)

Þegar ungur drengur finnur afskorið eyra í grasinu er ekkert sem fær hann stöðvað til að komast til botns í málinu, hvort manneskjan sem eyrað tilheyrði sé á lífi og hver skar eyrað af. Hann kynnist fljótlega undirheimum smábæjar síns á meðan að á spæjaraleiknum hans stendur.

Read More

089 Í harðbakkann slær (A Hard Day’s Night)

Bítlarnir eru orðnir heimsfrægir og geta hvergi vel við unað án þess að aðdáendur elti þá uppi öskrandi og æpandi. Á einu tónleikaferðalagi þeirra er afi Paul McCartney dreginn með og hann ætlar svo sannarlega að græða á tá og fingri af barnabarninu og hæfileikaríku vinum hans.

Read More

088 Dragbjört (Tootsie)

Þegar óvinsæll en hæfileikaríkur leikari fær hvergi vinnu tekur hann upp á því að klæða sig sem kona og reyna fyrir sér í hlutverki í vinsælli sápuóperu. Hann kemst þó fljótt að því að það er ekki leikur einn að leika tveimur skjöldum.

Read More

087 Víðis saga (Willow)

Tveggja barna faðir finnur unga prinsessu í polli og þarf að leggja á sig heljarinnar leiðangur til að koma henni í skjól frá illa innrættum yfirvöldum sem vilja ráða hana af dögum. Hann hefur fengist við kukl og smágaldra og þarf núna að nýta sér þá kunnáttu í ævintýraförinni.

Read More

Brot af því besta – Þættir 001-005

Smakkseðill úr þáttum 1 til 5, þessi brot er að finna í umfjöllun um myndirnar Þetta reddast, (A New Hope), Aktu Taktu (Bonnie & Clyde), Brúðarbrölt (The Princess Bride), Jarmsaga (Silence of the Lambs) og loks Upp, upp mín sál (Up).

Read More

086 Pútter Haraldur (Happy Gilmore)

Þegar amma hans Happy missir húsið sitt út af skattsvikum og þarf hann að leita allra ráða til að borga það upp svo hún þurfi ekki að búa á elliheimili þar sem starfsfólkið beitir andlegu ofbeldi. Hann kemst óvart að því að hann er góður í golfi, og byrjar að keppa á mótum og slær…

Read More

085 Skák og lát (Sjunde inseglet/The Seventh Seal)

Svíþjóð á miðöldum var ekkert dýrðarríki, en þar geisaði plága sem hirti öll þau sem gættu sín ekki á henni. Hin ljóðræna mynd Ingmars Bergman segir frá hópi fólks sem reynir að forðast dauðann og pláguna í leit að betra lífi, en dauðinn fylgir alltaf fast á hæla þeirra.

Read More

084 Steinsmuga (The Rock)

Þegar gamall hermaður ákveður að setja saman hryðjuverkateymi og halda ferðalöngum föngnum í þekktasta fangelsi allra tíma, gegn því að fá ríkisstjórn Bandaríkjanna til að viðurkenna mistök og endurgreiða gamlar skuldir, þarf að leita til góðkunningja lögreglunnar til að stoppa þá. Hryðjuverkateymið hótar árás á San Fransisco með hræðilegustu efnavopnum sem fundin hafa verið upp…

Read More

083 Mættastur (Being There)

Maður á besta aldri sem hefur aldrei farið út fyrir hússins dyr, né setið í bíl eða talað við fleiri en tvær manneskjur, fær loksins að upplifa það sem er að gerast í heiminum utan heimilis hans. Honum er annt um garðyrkju og sjónvarpsgláp, og fær að láta reyna á það sem hann hefur lært…

Read More

082 Grýlurnar (The Craft)

Þegar ung og fjölkunnug stúlka byrjar í nýjum skóla, kynnist hún fljótlega þremur vinkonum sem hafa einnig verið að gæla við galdra. Þær ákalla almættið og beita miskunnarlaust álögum á fyrrum kvalara sína.

Read More

081 Látnir skrifa ljóð (Dead Poets Society)

Robin Williams leikur kennara sem kennir í helst til hefðbundum skóla þar sem reglur um samskipti og kennsluhætti eru af gamla mátanum. Hann lætur það ekki á sig fá og kynnir nemendur sína fyrir nýjum aðferðafræðum og lífsins lists, sem fellur ekki vel í kramið hjá hinum kennurunum.

Read More

080 Öðruvísitölufjölskyldan (The Incredibles)

Við fylgjumst með úthverfafjölskyldu þar sem allir fjölskyldumeðlimir búa yfir ofurkröftum, en þeim er gert að fela og bæla þá niður samkvæmt lögum. Þeim tekst þó ekki lengi að fara huldu höfði í nútímasamfélagi þar sem þau berjast fyrir réttlætinu og freistast til að nýta krafta sína í baráttunni við illa innrætta hrotta.

Read More

079 Hvolpasveitin (Reservoir Dogs)

Nokkrir krimmar eru komnir saman til að framkvæma bankarán fyrir sameiginlegan vin, en þar sem þeir þekkjast lítið sem ekkert áður en ránið á sér stað, vita þeir ekki að einn þeirra er leynilögregla sem ætlar að koma þeim öllum fyrir kattarnef.

Read More

078 Lítill í sér (Big)

Tom Hanks leikur smádreng sem fær óvænt fullorðinslíkama til afnota um óákveðinn tíma. Hann nýtir tækifærið og kynnir sér bæjarlífið í borginni og byrjar í vinnu þar sem hann sér um framleiðslu á leikföngum.

Read More

077 Babb í bátinn (Titanic)

Stærsta skip sem smíðað hafði verið lagði af stað í sína jómfrúarferð yfir Atlantshafið árið 1912. Á skipinu var fjöldi fólks úr öllum þjóðfélagsstigum og segir sagan frá ungum elskendum sem kynnast um borð í fleyinu og örlögum þeirra og hinna farþeganna þegar það sigldi á ógnarhraða og lenti á ísjaka og sökk stuttu síðar,…

Read More

076 Vopnum búinn og viti rúinn (Lethal Weapon)

Tvær löggur kynnast náið og vel þegar þær eru látnar vinna saman við rannsókn á dauðsfalli ungar konu. Í fyrstu er ekki talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti en annað kemur í ljós þegar lögreglan hefur rannsókn sína. Hún ku vera dóttir þekkts auðjöfurs sem að er sjálfur viðriðinn vafasöm viðskipti…

Read More

075 Líf, ertu að grínast? (It’s a Wonderful Life)

Lánadrottinn í litlum bæ dreymir um að komast til útlanda og skoða heiminn en líf hans dregur hann alltaf strax til baka í að byggja upp smábæinn sinn með lánum til samborgara sinna. Hann kaupir hús í niðurníðslu sem konan hans gerir upp, og búa þau saman þar ásamt sínum fjórum börnum.

Read More

074 Rokklingarnir (Gremlins)

Uppfinningafaðir gefur syni sínum lítið dýr að gjöf sem þarf einungis að passa að þrennu leyti; að það blotni ekki, sé ekki í mikilli birtu eða sólarljósi, og að það borði ekki eftir miðnætti. Sonurinn reynir eftir fremsta megni að hlýða þeim reglum og passa upp á nýja gæludýrið sitt en þegar vinur hans rekst…

Read More

073 Í guðanna bænum (Cidade de Deus)

Í fátæku hverfi í Rio de Janeiro eru ung börn í glæpagengjum, sem stýrð eru af aðeins eldri börnum. Aðal söguhetjan okkar segir frá lífinu í hverfinu og hvernig hann náði á ótrúlegan hátt að flýja fátæktina með því að taka myndir af glæpamönnum og selja til blaðanna.

Read More

072 Flippskúnkar á flandri (Bill & Ted’s Excellent Adventure)

Bill og Ted eru á leiðinni í sögupróf í menntaskólanum sínum en hafa lítið náð að læra fyrir það. Þeim eru settir þeir afarkostir að ná prófinu, ellegar falla úr skóla og þurfa að ganga í herinn eða eitthvað þaðan af verra. Þeir einsetja sér að læra heima, og fá hjálp frá tímaklefa sem þeir…

Read More

071 Glataðir gaurar (The Lost Boys)

Tveir bræður eru nýfluttir til smábæjar í Kaliforníu og eru þar að fóta sig og reyna að kynnast nýjum vinum. Það gengur ekki betur en svo að fyrsti vinahópur sem þeir kynnast eru vampírur sem lifa gjálífi og myrða bæjarbúa. Þegar eldri bróðirinn smitast af vampírunum og virðist ætla að umbreytast sjálfur í eina slíka…

Read More

069 Púkó Boss (The Devil Wears Prada)

Við fylgjum aðalsöguhetjunni á vit tískuævintýranna en hún stefnir að því að verða blaðakona, og þangað til sá draumur getur ræst þarf hún að vinna fyrir tískublað sem henni þykir heldur hallærislegt. Hún lærir þó fljótlega að meta það sem gerist innan tískuiðnaðarins og byrjar að bera virðingu fyrir duttlungum yfirmanns síns, sem og að…

Read More

068 Klórað í krakkana (A Nightmare on Elm Street)

Vondur karl með klær ofsækir menntaskólanemendur meðan þau sofa og verður þeim stundum að bana. Þau þurfa að beita klækjum til að reyna að stöðva þetta framferði hans.

Read More

067 Konan við 37,2 gráður (Betty Blue / 37°2 le matin)

Erótískt sálfræði drama um unga konu sem flytur inn með ástmanni sínum sem er smiður og óútgefinn skríbent í hjáverkum. Hún hrífst af skrifum hans og hvetur hann til að reyna fyrir sér sem rithöfundur, en það gengur heldur brösulega. Þau eru ástfangin upp fyrir haus og þeirra helsta verkefni eru skapofsaköst Bettyjar sem ágerast…

Read More

066 Kallar í fjalli ansa kalli (Close Encounters of the Third Kind)

Þegar venjulegur heimilisfaðir kemst í kynni við geimskip grípur hann óstjórnleg löngun að skapa það sem hann taldi að geimverurnar hefðu sýnt honum. Hann missir áhuga á öllu öðru en því að hafa upp á þeim.

Read More

065 Voff voff bang bang (Old Yeller)

Fjölskylda í Suðurríkjum Bandaríkjanna tekur að sér villihund sem reynist fjölskyldunni fljótt vinur í raun. Hann aðstoðar þau við bústörfin af mikilli kostgæfni.

Read More

064 Fullt hús matar (Delicatessen)

Slátrari leigir út íbúðir í fjölbýli og selur kjöt og matvöru á jarðhæðinni. Hann á það til að fela uppruna kjötmetisins fyrir kaupendum, en oftar en ekki eru það nýjir leigjendur sem að falla fyrir kjötexi hans. Myndin gerist í Frakklandi eftir heimsslit þar sem korn er orðið að gjaldmiðli og grænmetisætur hafa stofnað byltingarsamtök…

Read More

063 Hart í hári (Hairspray)

Ung og íturvaxin skólastúlka kemst í vinsælasta dans-sjónvarpsþáttinn í Baltimore. Ásamt því að auka á fjölbreytileika í líkamsstærðum í danshópnum með nærveru sinni, lætur hún ekki þar við sitja heldur berst fyrir því að dansþátturinn afnemi aðskilnaðarstefnu sína og hleypi svörtu fólki á dansgólfið líka alla daga.

Read More

062 Brimprettir (Point Break)

Óskabarn Hollywood, Keanu Reeves, leikur lögreglumann sem þarf að komast í mjúkinn hjá brimbrettaköppum til að rannsaka fjölda bankarána sem hann telur þá ábyrga fyrir. Hann finnur fljótt hvernig öldurnar draga fólk til sín og er sjálfur orðinn heillaður af brimbrettalífsstílnum, en má ekki missa sjónar af markmiði sínu.

Read More

061 Te hjá tengdó (Get Out)

Svartur ljósmyndari eyðir helginni hjá hvítri tengdafjölskyldu sinni í þeirri von að kynnast þeim betur en áttar sig smátt og smátt á því að tilgangur heimsóknarinnar er allur annar en að styrkja fjölskyldutengslin á heilbrigðan hátt.

Read More

060 Svikinn héri (Who Framed Roger Rabbit)

Samlífi teiknimynda og fólks í Hollywood gengur framar vonum þangað til að illkvittinn einstaklingur ætlar sér að eyða öllum teiknimyndum úr raunveruleikanum með heimatilbúinni sýru. Hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ætlar sér að taka út skærustu kvikmyndastjörnu teiknimyndanna, Halla héra.

Read More

059 Slest upp á vínskápinn (Withnail and I)

Tveir atvinnulausir leikarar telja að þeir þurfi hvíld frá daglegu amstri í borginni og fá lánaðan sveitabæ. Þegar þeir koma á staðinn tekur allt annað en hvíld við, en þeir þurfa að hafa mikið fyrir að kynda upp húsið, finna sér mat í gogginn og elda hann.

Read More

058 Bingó í Vinabæ (When Harry Met Sally…)

Harry og Sally kynnast ung að árum þegar þau keyra samferða til New York, sem má sjá eins og þriðja karakter myndarinnar. Þau hittast öðru hverju á förnum vegi og verða loks nánir vinir. Þrátt fyrir fjölda elskhuga og langtímamaka virðast hugar þeirra beggja leita smátt og smátt hvorir til annars.

Read More

057 Alein 2: Fleiri en ein (Aliens)

Ripley rekur loks á slóðir mannfólks en hún hefur verið sofandi í fleiri tugi ára. Á meðan hún svaf og sveif um geiminn réðust stórfyrirtæki í að byggja upp samfélag á plánetunni þar sem hún hafði fyrst komist í kynni við Xenomorph. Hún fer því í leiðangur með

Read More

056 Hundfúlt eftir hádegi (Dog Day Afternoon)

Þrír bankaræningar hefja bankarán án þess að plana það neitt sérstaklega í þaula. Einn þeirra heltist úr lestinni áður en hasarinn hefst og undir hinum tveimur er þá komið að halda andliti. Lögreglan umkringir svæðið og fjöldi fólks dregst að til að fylgjast með framvindu mála.

Read More

055 Bragðarefur í Borgartúni (The Wolf of Wall Street)

Verðbréfasalinn Jordan Belford fær vinnu hjá eftirsóttu fyrirtæki í fjármálageiranum og hann er ekki lengi að komast upp á lagið með að afla sér tekna á vafasaman máta. Fljótlega kemur hann upp sínu eigin fyrirtæki sem stóreykur umsvif á markaðnum á skömmum tíma. Myndin er byggð á raunverulegri sögu af verðbréfabraskara sem kunni sér ekki…

Read More

054 Fenris laus úr læðingi (Ferris Bueller’s Day Off)

Þó að Ferris sé með flottar einkunnir og elskaður og dáður af samnemendum sínum hefur hann gaman að því að taka lífinu létt og skólanum ekki allt of alvarlega. Hann skipuleggur skrópdag og dregur með sér vin sinn og kærustu og þau keyra um á illa fengnum bíl og lenda í mörgum ævintýrum í borginni.

Read More

053 Ljómandi (The Shining)

Faðir, móðir og ungur sonur þeirra flytja á hótel til að gæta þess yfir vetrartímann á meðan það er lokað. Þau komast fljótlega að því að einangrunin sem og hryllileg saga hússins veldur þeim öllum miklu hugarangri.

Read More

052 Strætóinn sem gat ekki hægt á sér (Speed)

Sérsveitarmaður sem sérhæfir sig í sprengjuleitum þarf að bjarga farþegum í strætisvagni frá hræðilegum dauðdaga, en vagninn þeirra er útbúinn hraðasprengju sem virkjast um leið og hraðinn fer undir 80 km á klukkustund. Farþegarnir leggjast öll á eitt að koma sér úr þessum vanda, með dyggri aðstoð sérsveitarmanna.

Read More

051 Regnboginn (Cinema Paradiso)

Lítill og lævís drengur hangir mikið í bíóhúsinu í smábænum sínum á Sikiley, þar sem sýningarstjórinn kennir honum helstu tökin í bíóhúsabransanum. Þar fæðist ást hans á kvikmyndum og eftir hörmulegt slys í húsinu fær hann vinnu sem sýningarstjóri sjálfur þrátt fyrir ungan aldur.

Read More

050 Stjörnustríð – Kafli VI: Jedúddamía (Return of the Jedi)

Nú þegar Logi Geimgengill hefur lokið framhaldsnáminu sínu í Væringjafræðum ákveður hann að herja á Keisaraveldið og föður sinn í leiðinni, en hann er þar innsti koppur í búri. Þau Logi, Leia og Hans Óli þurfa þó fyrst að flýja undan illmenninunu Jabba sem ætlar sér ekki að láta þau komast upp með það.

Read More

049 Barningur í Bjarnarborg (Der Himmel über Berlin)

Í samfélagi fólks svífa verndarenglar um og heyra hugsanir þeirra og óskir. Einn þeirra er þó sjálfur með þrár um að upplifa heiminn eins og manneskja og eiga í ástarsambandi, drekka kaffi og fara úr skónum undir borði og teygja úr berum táslunum.

Read More

048 Bandaríski bjáninn (American Psycho)

Maður sem vinnur óræða vinnu á verðbréfamörkuðum í New York borg þráir umfram allt viðurkenningu frá vinnufélögum sínum. Hann hefur þó hættulega hneigð til þess að myrða fólk og stundar það samhliða því að reyna að ganga í augun á samstarfsmönnum sínum.

Read More

047 Vandamál og kínakál (Big Trouble in Little China)

Kurt Russell leikur djúpt þenkjandi bílstjóra með sterka réttlætiskennd. Þegar ástkonu vinar hans er rænt á flugvelli smalar hann saman í lið til að hafa upp á henni. Bílstjórinn og gengið hans lúskrar á yfirnáttúrulegum bardagahetjum og kynnist dularfullum undirheimum Litlu Kína.

Read More

046 Transdans (The Rocky Horror Picture Show)

Brad og Janet eru nýtrúlofuð og ástfangin upp fyrir haus. Þau eru á ferðalagi og sprengja dekk á bílnum sínum, og leita því aðstoðar í nágrenni. Þar koma þau að kastala þar sem mikil veisluhöld eru í gangi og þau sogast inn í dans og leik, en þegar dansinn dunar sem hæst sjá þau að…

Read More

045 Denni dæmalausi (Donnie Darko)

Elsti sonurinn á venjulega ameríska heimilinu bjargast á undraverðan hátt frá óútskýrðu flugslysi, og hrindir af stað undarleg atburðarrás. Hann rannsakar tímaferðalög og er sannfærður um að heimsendir sé í nánd.

Read More

044 Þú ert drekinn (Enter the Dragon)

Bruce Lee leikur bardagakappa sem er sendur af dularfullri bandarískri nefnd á úthafseyju til að rannsaka lát fjölda ungra kvenna. Hann kemst fljótt að því að háttsettur eigandi eyjarinnar er með eitthvað gruggugt í pokahorninu.

Read More

043 Saga Borgarættarinnar (The Royal Tenenbaums)

Stórfjölskylda sem misst hefur allt samband innbyrðis finnur sig knúna til að endurnýja kynnin þegar fjölskyldufaðirinn veikist. Hann er einnig orðinn gjaldþrota og því kemur það sér vel fyrir hann að flytja aftur inn á gamla heimilið sitt á meðan fyrrverandi kona hans og börn sinna honum.

Read More

042 Galdrakarlinn í DOS (The Matrix)

Það er oft gríðarlega erfitt að standa undir væntingum annarra en Thomas Andersson, eða Neo eins og hann kallar sig í netheimum, gerir sitt besta til að bjarga mannfólki úr gíslingu véla undir handleiðslu lærimeistara síns.

Read More

041 Mömmó (Psycho)

Ástfangin kona tekur lítið ígrundaða ákvörðun að ræna seðlabúntum frá viðskiptavini fyrirtækisins sem hún vinnur hjá og stinga af. Hún keyrir út úr borginni samdægurs og mætir hornauga lögreglunnar sem fælir hana að afskekktu gistiheimili.

Read More

040 Eistnaflug (Top Gun)

Tom Cruise leikur ungan spaða í flughernum sem sýnir ótrúlega hæfileika í loftinu, þó ekki sé hann hár í loftinu. Mynd sem sannarlega fær þig til að grípa andann á lofti.

Read More

039 Barnaland (Raising Arizona)

Skemmtileg og óvenjuleg grínmynd um hjón sem langar að eignast barn og taka upp á því að nappa einu af ríkum hjónum. Ungi drengurinn sem þau ræna heillar alla upp úr skónum, og keppast því enn fleiri aðilar um umsjá hans.

Read More

038 Alein (Alien)

Í vöruflutningarskipi sem ferðast geimshorna á milli er hópur fólks sem óskar einskis heitar að komast heim eftir langan leiðangur. Þau verða vör við varúðarkall frá nálægri plánetu og eins og þeim er skylt athuga þau málið og komast þá í kynni við áður óþekkta tegund af geimveru.

Read More

037 Reykjavík Derrière (Sódóma Reykjavík)

Eirðarlaus bifvélavirki er dreginn inn í skrýtna atburðarás þegar hann reynir að aðstoða móður sína að finna nýja fjarstýringu fyrir sjónvarpið hennar. Hann lendir í miðjum kjarna á glæpagengi í Reykjavík og reynist honum þrautin þyngri að hrista það af sér.

Read More

036 Sverðgarnir sjö (Seven Samurai)

Nokkrir bændur úr smáþorpi í Japan sem fæst aðallega við kornrækt komast á snoðir um að ribbaldar ætli sér að ræna uppskerunni. Þeir bregða á það ráð að hóa saman nokkrum samúræjum til að vernda þorpsbúa og uppskeruna. Samúræjarnir eru bæði reyndir og óreyndir og fylgjumst við með samstarfi þeirra við bæjarbúana.

Read More

035 Fólasaga (Scrooged)

Bill Murray leikur illa innrættan yfirmann á sjónvarpsstöð sem finnur ekki fyrir anda jólanna. Gamlir draugar bregða þá á það ráð að sýna honum fortíð hans, nútíð og framtíð með áframhaldandi þvermóðsku. Hann virðist læra af þeirri reynslu og ákveður að verða betri maður.

Read More

034 Ástarpungar (Love Actually)

Smásögur um ástir og örlög íbúa Londonarborgar fléttast saman í þessari heimsþekktu jólamynd. Við fylgjumst meðal annars með forsætisráðherra Bretlands, gamalgrónum tónlistarmanni, ungum konum og eldri konum hugsa sinn gang í aðdraganda jólanna.

Read More

033 Harðlífi (Die Hard)

John McClane heimsækir eiginkonu sína í aðdraganda jólanna en hjónabandið þeirra hefur gengið brösulega. Hann er starfandi lögreglumaður í New York borg en um leið og hann kemur óvænt í jólaboðið sem haldið er í fyrirtækinu hennar þá mæta þangað þrjótar sem ætla sér að ræna bankahvelfingu byggingarinnar. John þarf að taka á honum stóra…

Read More

032 Blúbbs (Splash)

Tom Hanks leikur ungan mann sem sér um vöruflutninga og þykir lítið til lífsins og ástarinnar koma. Hann kynnist þá konu sem kemur úr óvæntri átt og segir honum fátt um uppruna sinn. Með þeim takast ástir og lífið leikur við þau þangað til hann kemst að raunverulegu eðli konunnar.

Read More

031 Eggert (Blade)

Ofurhetjan Blade er fæddur sem afkvæmi manns en með eiginleika vampíru. Hann nýtir ofurkraftana sína til að berjast gegn þessari vá sem herjar á íbúa New York borgar. Hann reynir eins og hann best getur að stöðva upprisu illmenna sem ætla sér að beita bellibrögðum til að öðlast guðlega krafta.

Read More

030 Geimskutlan (Barbarella)

Barbarellu er falið það verkefni að hafa upp á illmenninu Duran Duran. Hún lendir í ótrúlegum ævintýrum á ferðalagi sínu um geiminn og passar að vera alltaf viðeigandi í klæðaburði.

Read More

029 Heilinn hans Jóns míns (Being John Malkovich)

Mjög hæfur brúðuleikari sem hefur því miður ekki náð langt í list sinni, finnur fyrir einskæra tilviljun göng á vinnustaðnum sínum sem leiða hann í ævintýralega upplifun á lífi leikarans John Malkovich. Hann ákveður þá ásamt samstarfskonu sinni að selja aðgang að göngunum en um leið og hr. Malkovich sjálfur kemst að þessum leyndardóm eru…

Read More

028 Stjörnustríð – Kafli V: Feðraveldið slær til baka (The Empire Strikes Back)

Luke hefur fundið kraftinn innra með sér og leitar á náðir meistara Yoda til að þjálfa hann. Á meðan er samstarfsfólk hans, Leia Prinsessa, Hans Óli og Chewbacca, að beita öllum brögðum til að fela sig fyrir Svarthöfða með dyggri aðstoð vélmennisins C3PO.

Read More

027 Grímuskylda (Halloween)

Aukaþáttur í tilefni af Hrekkjavöku, Hulla og Söndru félagið horfir á hryllingsmynd þar sem ungur drengur myrðir systur sína og er vistaður á geðsjúkrahúsi í framhaldi. Hann sleppur út þegar hann er kominn til vits og ára og ræðst á ungar barnapíur í gamla hverfinu sínu.

Read More

026 Dýrin í Haglaskógi (Bambi)

Líf dýranna í skóginum er ekki alltaf dans á rósum, sérstaklega þegar óboðni gesturinn mætir þangað. Við fylgjumst með Bamba og vinum hans stíga sín fyrstu skref og átta sig á umhverfi sínu með tilheyrandi gleði og áföllum .

Read More

025 Heimskveldið (Idiocracy)

Hvað ætli gerist í heimi þar sem illa gefnu fólki fjölgar svo að þau útrýma því gáfaða? Meðaljón Ameríku vaknar úr dái í framtíðarríki þar sem hann, fullkomlega áreynslulaust, er orðinn best gefni þjóðfélagsþegninn. Hann kynnir betri aðferðir við ræktun korns og er gerður að forseta Bandaríkjanna stuttu eftir það.

Read More

024 Mektarmenn (Goodfellas)

Glæpagengi í Brooklyn elur upp meðlimi frá unga aldri. Henry litli sinnir hinum ýmsu störfum fyrir glæpóna hverfisins og uppsker ríkulega. Þegar hann er orðinn háttsettur ákveður hann að færa út kvíarnar en kemst í hann krappann þegar hann verður of sólginn í innflutningsvörur sínar.

Read More

023 Stimpilklukkustundir (9 to 5)

Þrjár ungar skutlur vinna á kontórnum á daginn undir gríðarlega þrúgandi nærveru yfirmanns sem hlutgerir þær og hamlar þeim frekari starfsþróun. Eftir röð tilviljana enda þær á að halda honum föngnum í hans eigin húsi og á meðan fá þær frið til að besta vinnustaðinn og hlúa að starfsfólki.

Read More

022 Síðasta veiðiferðin (Predator)

Sjálfstætt starfandi hermaður og hans hópur er fenginn til að ráða niðurlögum á óþekktri veru sem virðist vera að leggja frumskóginn undir sig með því að herja á fólk. Skepnan beitir ýmsum brögðum til að ögra fólkinu og hamflettir nokkra einstaklinga og þá eru góð ráð dýr.

Read More

021 Lokað fyrir Páli (Pelle Erobreren)

Myndin segir frá sænskum feðgum sem ráða sig í vist á lítilli eyju sunnan af Skáni. Þrátt fyrir að þeir búi við bágar aðstæður þá missir sonurinn Pelle ekki trúnna á að hann geti öðlast frelsi og komið sér í burtu.

Read More

020 Ná-granninn (Beetlejuice)

Barnlaus hjón lenda í bílslysi og drukkna en í staðinn fyrir að kveðja veraldlega heiminn snúa þau aftur í húsið sitt sem draugar. Þau hefja þá ómarkvissar tilraunir til að hrekja á brott nýja eigendur hússins.

Read More

019 Með fátt á hreinu (Dazed and Confused)

Við fylgjumst með unglingum í sjöunni í vernduðu umhverfi í Bandaríkjunum sletta úr klaufunum eftir skólaslit að sumri. Yngstu bekkingar þurfa að þola busun af hendi hinna eldri meðan að önnur leita að partýjum og drykkjufélögum.

Read More

018 Sjomli (Oldboy)

Dae-su virðist vera mikil fyllibytta og ónytjungur og er fangelsaður í fimmtán ár þrátt fyrir að hafa ekki sýnilega brotið af sér. Þegar hann sleppur úr fangelsinu einsetur hann sér að finna kvalara sinn en sú leit leiðir hann á óvæntar slóðir.

Read More

017 Flugmaðurinn (Superman)

Þegar nýfæddur Kal-El er sendur aleinn frá deyjandi plánetunni sinni lendir hann á Jörðinni þar sem eldri hjón taka hann að sér og ala hann upp. Honum gengur vel í hinu daglega lífi en þegar hann nær unglingsárum áttar hann sig á að hann er ekki eins og flest fólk heldur býr hann yfir ofurkröftum…

Read More

016 Fellarnir í Fellunum (Boyz n the Hood)

Þrír vinir sem kynnast á unga aldri feta saman lífsins veg gegnum erfiðleika, fátækt og lögregluofbeldi. Tímamótamynd sem er byggð að einhverju leyti á upplifunum höfundar og veitti á sínum tíma gríðarlega innsýn inn í líf svartra í hverfum Los Angeles.

Read More

015 Skarkári (Poltergeist)

Amerísk vísitölufjölskylda flytur í fallegt hús í úthverfi í Kaliforníu og hyggur á huggulegt líf þegar undarlegir andar fara að láta á sér kræla. Yngsta dóttirin verður þeirra fyrst vör og smátt og smátt taka þeir yfir heimilið. Óhugnaðurinn virðist engan enda ætla að taka og foreldrarnir leita ráða vítt og breitt um samfélagið til…

Read More

014 Flottar á flótta (Thelma & Louise)

Tvær ungar skjátur ákveða að skella sér í helgarfrí til að losna aðeins frá sínu daglega amstri. Þeim tekst ekki betur til en svo að í upphafi ferðalagsins verður önnur þeirra fyrir hrottalegri árás og hin tekur lögin í sínar hendur og saman breyta þær stefnu helgarfrísins í flótta undan lögreglunni.

Read More

013 Olnbogarými (Office Space)

Metnaðarlaus ungur maður vinnur á skrifstofu með erfiðum yfirmanni og þykir fátt til lífs síns koma, þangað til að hann tekur þátt í dáleiðslutíma sem fer örlítið úrskeiðis. En þrátt fyrir mislukkaða dáleiðsluna nær hann að öðlast nýtt viðhorf gagnvart yfirmönnum sínum, vinnu og einkalífi.

Read More

012 Hörundsár (Scarface)

Ungur flóttamaður frá Kúbu kemur sér í mjúkinn hjá eiturlyfjainnflytjanda í Miami. Þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu er hann þó ekki lengi að taka yfir stórveldið hans og eftir það liggur beinast við að stækka við sig. En eins og oft er með fyrirtæki sem opna mörg útibú er auðvelt að missa tökin…

Read More

011 Tóti á móti (My Neighbour Totoro)

Lítil fjölskylda flytur yfir sumartímann í sveitir Japans, til að dreifa huganum á meðan að móðirin liggur á spítala. Dæturnar tvær kynnast nágrönnum, dýrum og alls kyns furðuverum sem dvelja þar líka.

Read More

010 Bíbí fríkar út (The Birds)

Gáskafull og hvatvís kona hittir heillandi mann í smáfuglabúð í stórborginni, en þegar hann þarf skyndilega að rjúka ákveður hún að elta hann uppi með þá tvo fugla sem hann óskaði systur sinni í afmælisgjöf. Þegar hún mætir óvænt í bæinn til verður uppi fótur og fit þegar aðrir fuglar byrja að sýna af sér…

Read More

009 Reimholt (Ghost World)

Tvær ungar og nýútskrifaðar stelpur fylgjast með fólki í kringum sig og reyna að finna sinn stað í lífinu. Önnur þeirra kynnist hljómplötuáhugamanni meðan að hin vinnur og leitar að íbúð fyrir þær tvær að leigja saman. Þetta er mynd um mótunarár unglingsstúlkna og sumarið sem breytir öllu.

Read More

008 Hugguleg án heimanmunds (Pretty Woman)

Ung og glæsileg kona aðstoðar aðkomumann í Rauða hverfi Los Angeles við að komast aftur heim á hótelið hans. Maðurinn óskar eftir að hún veiti honum sína nærveru- og kynlífsþjónustu meðan hann er í viðskiptaerindum í borginni og gera þau ýmsa hluti saman, meðal annars að versla, horfa á kappreiðar og elskast.

Read More

007 KJAMS (Jaws)

Ógnvekjandi ófreskja í hafinu skekur heilt sjávarþorp sem hefur sitt lifibrauð af ferðafólki sem sækir þangað í sólina kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Lögreglustjórinn á svæðinu vill krefja bæjaryfirvöld að loka ströndinni á meðan að hann og félagar hans ráða niðurlögum á gríðarstórum hákarli sem hefur kjamsað á nokkrum bæjarbúum og aðkomufólki.

Read More

006 Meðal dóna og þrjóta í Minnesóta (Fargo)

Eldklár lögreglukona í miðríkjum Bandaríkjanna fær morðgátu upp í hendurnar þegar hún kemur að undarlegu bílslysi í vegarkanti. Rannsókn málsins leiðir hana til bílasala sem virðist við fyrstu sýn ekki hafa allt mjöl hreint í sínu pokahorni. Skemmtileg ræma um morðmál og ótrúlegar afleiðingar.

Read More

005 Upp, upp, mín sál (Up)

Eftir fráfall æskuástar og eiginkonu hans Carl Fredricksen ákveður hann að halda í draumaferðina þeirra upp að Paradísarfossum. Hann vissi þó ekki að þegar að hann tók á loft í heimasmíðuðum loftbelg að óvæntir ferðafélagar leyndust með, sem koma til með að kenna honum eitt og annað um að njóta lífsins.

Read More

004 Jarmsaga (Silence of the Lambs)

Vel þekkta og ógeðþekka mannætan Hannibal aðstoðar lögreglukonuna Clarice við leit að fjöldamorðingja í sýslum Vestur-Virginíu. Þrátt fyrir ógnandi tilburði gagnvart öllu öðru fólki kemur Hannibal vel fram við hana og hjálpar henni í hvívetna. Hulli og Sandra ræða samúð með siðblindum fjöldamorðingjum sem hlusta á óperur og drekka fín vín.

Read More

003 Brúðarbrölt (The Princess Bride)

Sögulegt ævintýri um The Princess Bride og örvæntingafulla og þyrnum stráða för ástmanns hennar sem hún taldi látinn. Fantasía sem á sér enga líka, Hulli og Sandra ræða hvers vegna þessi mynd er svona hjartnæm.

Read More

002 Aktu taktu (Bonnie and Clyde)

Heimsþekkta útlagaparið Bonnie og Clyde eyddu síðustu æviárum sínum á flótta undan lögreglunni og skópu sér einstakt orðspor á meðan. Hulli og Sandra kafa í upphaflegu áhrifavalda áhrifavaldanna í Bandaríkjunum.

Read More

001 Stjörnustríð – Kafli IV: Þetta reddast (A New Hope)

Velkomin í fyrsta þátt af VÍDJÓ. Hérna er loðfíllinn í skápnum krufinn og kraminn, Star Wars: A New Hope.Tæknibrellur sem áður höfðu ekki sést ásamt leikmynd á alheimsskala. Sandra upplifir alvöru Stjörnustríðið í fyrsta sinn, megi mátturinn og dýrðin með ykkur vera.

Read More

SLAYGÐU REPRISE – Hullow and Xandra’s Slayschool reunion

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli hafa nú horft á alla Buffy the Vampire Slayer og Angel þættina. Í þessum þætti ræða þau það sem gleymdist að ræða í hinum 254 þáttunum ásamt því að skoða allt sem Sandra hefur uppgötvað á Buffy-spjallborðum og Buffy-netinu. Nicholas Brendon verður einnig ræddur sérstaklega.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E22: Blesselskan

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel og félagar myrða alla höfuðpaurana í heimslokaklúbbnum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E21: Valdataflmenn

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel virðist vera orðinn valdagráðugur og spilltur en annað kemur á daginn.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E20: Buffy non c’è

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Svo virðist sem Buffy hafi tekið saman við ómótstæðilegan náunga og Spike og Angel skunda til Rómar í von um að stöðva það samband.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E19: Alveg í tímaspreng

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Illyria á erfiðara með að fóta sig í þessum heimi með alla sína ofurkrafta.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E18: Uppeldi sem bætir, hressir og kætir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Connor leitar óvænt til Wolfram & Hart og er óskað eftir aðstoð hans við að koma heldri dímoni fyrir kattarnef.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E17: Úthverfapakkinn

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Lindsey er fastur í helvíti og Angel og félagar ná í hann þar sem hann geymir mikilvægar upplýsingar um komandi heimsenda.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E16: Djúpur hjúpur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Illyria hefur tekið yfir líkama Fred og ætlar sér að byggja upp sitt gamla veldi.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E15: Fred, af hverju ertu svona blá?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gamall andi ræðst inn í líkama Fred og Angel og félagar leggjast á eitt að bjarga henni.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E14: Brúðubíllinn

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel er tímabundið breytt í brúðu út frá barnasjónvarpsþætti. Þessi þáttur var tekinn í höfuðstöðvum Barilli Enterprises upp að viðstöddum VIS (Very Important Slaygjendum).

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E13: Nazi Vampires under the Sea

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel er ráðinn til að bjarga kafbátaáhöfn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E12: Kveðjustund much?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Cordelia vaknar upp úr dái og kíkir á stöðuna hjá Angel og félögum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E11: Handalögmál

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Ung stúlka með með krafta vampírubana sleppur út af geðsjúkrahúsi.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E10: Gutti hverfur í stuttum ermum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Lindsey og Eve eru búin að koma litlu sníkjudýri fyrir á Angel sem sendir hann í eigin martraðaveröld.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E09: Harmsaga ævi minnar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Harmony finnur fyrir mikilli höfnunartilfinningu á skrifstofunni sinni.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E08: Sálufélagar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Óútskýrð sending springur og afdraugavæðir Spike sem berst því næst við Angel um bikar.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E07: Robopapa

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Pabbi Wesley kemur í heimsókn með nokkrar hjálparhellur.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E06: Bara bardagasaga

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel hittir gamla bardagakappa frá Mexíkó.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E05: Hættur að hátta

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Lorne er að kikna undan álagi og leggur álög á fólk með orðum sínum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E04: Á skerí skeri

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gamall draugur hræðir Spike á meðan Fred reynir að finna hvernig hægt sé að færa hann aftur í efnislegan líkama.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E03: Var Úlfur varúlfur?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Ung stúlka er bitin af varúlfi og þarf að sættast við hlutskipti sitt í lífinu og lifa með breytingunum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E02: Til grafar án tafar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel reynir að stöðva uppvakningarmann sem nærist á grafarræningjum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S05E01: Ný stofa, gömul vofa

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel og félagar aðlagast nýju vinnu umhverfi í höfuðstöðvum Wolfram & Hart.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E22: Tilboð dauðans

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Eftir að Connor drepur Jasmine mætir Lilah aftur í bæinn með ómótstæðilegt tilboð fyrir Angel og félaga.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E21: Friður úti

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Jasmine boðar til blaðamannafundar til að bera út fagnaðarerindi sitt um heimsfrið á meðan Angel leitar að upprunalegu nafni hennar í annarri vídd.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E20: Frelsið er (kvik)yndislegt

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Jasmine hefur tekist að tengjast við alla íbúa Los Angeles og nýtir það til að elta Angel og félaga.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E19: Hamingjan, hún er hér, hún er hér

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Fred finnur leiðir til að sýna vinum sýnum hvers eðlis hamingjusprengjan Jasmine er í raun og veru, en það fæst með að smita blóð sitt með hennar blóði.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E18: Ást í hjarta, ormar í augum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Barn Cordeliu og Connors er fullvaxin kona sem heillar alla upp úr skónum með nærveru sinni.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E17: Fyrirburðardýr

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Cordelia fær aðstoð Connors við að koma af stað fæðingu aðeins fyrir tímann.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E16: Spennubreytir Gwennu bleytir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gunn hjálpar Gwen að ræna tæki sem aðstoðar hana við að geta snert annað fólk á meðan Angel og félagar rannsaka óléttu Cordeliu.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E15: Harður í norn að taka

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Faith eitrar blóð sitt fyrir Angelus og þau tvö falla í mók á meðan Willow kemur í heimsókn til að setja týndu sálina aftur í Angel.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E14: Bíttu mig, drulluhali

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Faith og félagar leita ráða til að yfirbuga Angelus en vita enn ekki að í Cordeliu býr ógnarskepna.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E13: Síðan skein sól

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Faith mætir í bæinn til að aðstoða félaga Angel við að díla við Angelus.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E12: Skítamórall

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Í Cordy býr illur andi sem hleypir Angelus út úr búrinu án þess að nokkurn í genginu gruni hana um græsku.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E11: Sálin hættir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angelus er mættur á svæðið en fær ekki að fara langt.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E10: Og allt lagaðist og allir urðu vinir DJÓK

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Wesley kemur með kuklara til að reyna að fanga sál Angel og endurvekja Angelus til að hópurinn hafi aðgang að upplýsingum um heimsendann sem aðeins Angelus virðist hafa.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E09: Plebbapössun

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Hin elektró-magnaða Gwen aðstoðar Angel og félaga við að hafa upp á fimm verndurum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E08: Lögfræðingar dauðans

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Wolfram & Hart lokast og allt starfsfólk þess breytist í uppvakninga.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E07: Enn einn heimsendirinn nema núna aðeins meiri heimsendir en vanalega

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Skepna úr iðrum jarðar mætir til Los Angeles og ætlar að hylja sólina.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E06: Sá sem flöskustúturinn lendir á

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel og félagar láta á það reyna að endurheimta minni Cordeliu en gengur ekki betur en svo að þau verða öll 17 ára í anda.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E05: Samhæfð skammtafræði sameinda

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Fred er fengin til að halda fyrirlestur um vísindagrein sem hún skrifaði og Wesley fylgist grannt með.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E04: Þekkjumst við?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Cordelia mætir óvænt aftur á hótelið en man ekkert sem gerst hefur síðustu ár.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E03: Mega svalur í Vegas, maður

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel og félagar kíkja á Lorne í Vegas sem virðist hafa það prýðilegt við fyrstu sýn.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E02: Rafmagnað andrúmsloft

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Wesley er búinn að stofna nýtt gengi og Angel leitar leiða til að komast í samband við Cordeliu og hittir þar unga konu með ofurkrafta.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S04E01: Þegar öllu er á botninn hvolft

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel reynir að krafsa sig upp af hafsbotni með litlum árangri þangað til hjálp berst úr óvæntri átt.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E22: Upplausn og Niðurfall

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Connor þykist ætla að aðlagast nýju fjölskyldunni sinni en það líður ekki á löngu þar til hann stingur þau í bakið og stingur Angel í kassa.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E21: Pabbahelgi

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Holtz biður Connor að koma sér í mjúkinn hjá Angel og félögum og ákveður að hann eigi möguleika á betra lífi þar en með uppeldisföður sínum sem á ekki mikið eftir.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E20: Nýfundnaland

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Sonur Angels, Connor, snýr aftur til þeirra frá Quor’Toth og hyggur á hefndir gegn blóðföður sínum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E19: Afleiðingarækjur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Eftir að Angel opnað gátt inní Quor’Toth í leit að syni sínum rignir inn vatnsþyrstum sníkjudýrum á hótelið.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E18: Skuldar mér sál og pylsu

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gunn seldi sál sína fyrir fáeinum árum og nú er komið að skuldadögum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E17: Undir koddanum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel er harmi sleginn eftir sonarmissinn og kennir Wesley um ófarirnar.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E16: Góða nótt í Quor’Toth

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Wesley er sannfærðari sem aldrei fyrr um að Angel muni ráða syni sínum bana og rænir honum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E15: Traustur vinur getur gert voðaverk

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Spádómurinn sem Wesley þýddi virðist ætla að rætast, meðan að Holtz byggir upp her fólks sem hefur óbeit á vampírum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E14: Tveir vinir og annar er nýji

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Groosalugg er kominn til LA og ætlar að aðstoða Angel Investigations og eyða tíma með ástinni sinni, Cordeliu.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E13: Í hliðarvængnum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Aldagamall ballett er sýndur í LA og virðist sem ekki mikið hafi breyst í þeirri uppsetningu síðan Angel sá þau síðast.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E12: Nóg að gera

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel og félagar leita leiða til að auka á verkefnafjölda sinn og eftirspurnin verður vægast sagt yfirþyrmandi.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E11: Gjöfull afmælis djöfull

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Cordelia fær sýn og fer í dá, sem fær hana til að efast um hlutskipti sitt í lífinu.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E10: Koddí pabbó

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Fjöldinn allur af hópum sækjast í son Angels og umkringja hótelið í þeirri von um að komast yfir hann.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E09: 666 í útvíkkun

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel og félagar leita skjóls til að Darla geti fætt barn þeirra.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E08: Bara svona hríðilegt

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gamall erkióvinur Angel og Dörlu, Holtz, hefst handa við að gera líf þeirra leitt.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E07: Fóstur(hugl)eyðing

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Darla er kasólétt og mætir á hótelið til Angel og félaga sem eru vægast sagt hvumsa á aðstæðum. Andrea Björk er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E06: Kapteinn Kvenhatur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Fanginn sem Angel neyddist til að frelsa úr fangelsi til að bjarga Cordeliu hefst handa við að setja sitt merki á samfélagið. Andrea Björk er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E05: Gamla settið í heimsókn

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Foreldrar Fred koma í heimsókn og aðstoða Angel Investigations við að berjast við stór skordýr.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E04: Gamle mænd i nye kropper

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel lendir í líkama gamals manns og reynir eftir fremsta megni að strjúka af hjúkrunarheimilinu með misjöfnum árangri.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E03: Bara ég og strákarnir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gömlu félagar Gunn hafa tekið dómsvaldið í sínar hendur og ganga berserksgang gegn djöflum í borginni.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E02: Sýnaskeiðabólga

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Sýnir Cordeliu eru farnar að hafa sjáanleg áhrif á hana og teymið reynir að létta á þjáningum hennar.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S03E01: Í hjartastað

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gamall félagi Angels hyggur á hefndir gegn honum eftir að Angel drepur kærustu hans.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E22: Við erum að Pyela fara

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gegnið kemur allt saman til að sigra illu prestana og bjarga þrælunum á Pyleu. Þátturinn er tekinn upp á Slaygðu-Con fyrir framan áhorfendur í Bíó Paradís.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E20: Ofar Regnbogahæðum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Strákarnir leggja á ráðin til að bjarga Cordeliu frá Pyleu sem er í annarri vídd. Þátturinn er tekinn upp á Slaygðu-Con fyrir framan áhorfendur í Bíó Paradís.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E19: Að heiman og heim

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Frændi Lorne mætir til Los Angeles ásamt skrímsli frá hans heimabyggð. Þátturinn er tekinn upp á Slaygðu-Con fyrir framan áhorfendur í Bíó Paradís.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E18: Íhlutir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Lindsey og Angel þurfa að vinna saman til að finna uppruna allra líkamspartana sem Wolfram & Hart hafa grætt í fólk.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E17: Harmakvein

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Harmony, gömul vinkona Cordeliu, kemur í heimsókn.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E16: Upp upp mín sál

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Cordelia, Wesley og Gunn berjast við þríeygða djöfla og Angel jafnar sig eftir að hafa sofið hjá Dörlu.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E15: Stjórnarfundur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Yfirvofandi er 75 ára endurmat á starfsfólki Wolfram & Hart og í tilefni af því ætlar Senior Partner að mæta á svæðið.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E14: Með uppvakningum skal land byggja

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Eitthvað undarlegt hrjáir lögreglufólk í hverfinu sem veldur auknu ofbeldi af þeirra hálfu gegn saklausum borgurum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E13: Stoppaðu í nafni ástarinnar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Ungur vísindamaður stofnar heiminum í hættu óafvitandi þegar hann ætlar að elska kærustu sína að eilífu.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E12: Blóðugur málstaður

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel skoðar gistiskýli sem þiggur vernd frá Wolfram & Hart.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E11: Á höttunum eftir villtu köttunum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel rekur alla starfsmennina sína og reynir svo að hafa upp á Drusillu og Dörlu.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E10: Gaman saman

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Drusilla og Darla eru sameinaðar á ný og búa sig undir að mála bæinn rauðan.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E09: Dauð hóra

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel reynir það sem hann getur til að bjarga Dörlu frá dauðadóminum sem fylgdi henni út fyrra mannlífi.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E08: Tuskudýr

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel og Gunn fara í dulargervi til að aðstoða óvætti við að ræna klæði, sem hefur þau áhrif á fólk að það gerir það stjórnlaust.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E07: Minningar myrkraveru

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel reynir að bjarga Dörlu úr hrömmum Wolfram & Hart.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E06: Í algjöru kerfi í dulargervi

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Þegar Wesley þykist vera Angel lendir hann í því að vaka yfir dóttur ríks glæpamanns á meðan Angel fer til shamans sem er ekki allur þar sem hann er séður.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E05: Kæri karl

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Darla fer að birtast Angel utan draumaheims sem þykist vera kona ókunn honum að nafni DeEtta Kramer.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E04: Snertu mig ei, ég er stjórnlaus mey

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Ung kona með telekínetíska hæfileika leitar á náðir Angel og félaga til að bjarga sér.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E03: Draumakynnin

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Darla birtist í draumum Angel og Cordelia hefur miklar áhyggjur af Gunn.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E02: Nú er hann orðinn hótelettukarl

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel gisti á vafasömu hóteli í fimmunni þar sem var alið á kvíða gestanna.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S02E01: Allt í djóki í karaoke

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel gerir sitt besta við að vernda barnshafandi konu eftir að hann drepur verndara hennar.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E22: Einn shanshu svo ekki meir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel endurheimtir ævafornu rulluna en nær ekki að koma í veg fyrir upprisu djöfulsins, sem reynist vera Darla, hans fyrrverandi. Þátturinn er tekinn upp fyrir framan áhorfendur í Bíó Paradís.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E21: Úlfhrútur og Hjörtur leiða blinda

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Það renna tvær grímur á lögfræðinginn Lindsey þegar hann á að aðstoða við morð á börnum og leitar sér aðstoðar hjá Angel og félögum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E20: Átök, smátök

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel og félagar hjálpa milljarðamæringnum David Nabbit að koma upp um fjárkúgun á hans hendur og í framhaldi af því flækist Angel í deilur götukrakka og vampíra.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E19: Gefðu mér grið, ég finn engan frið

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy kemur aftur í heimsókn til LA til að hefna sín á Faith.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E18: Trúarofstæki

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Faith kemur í bæinn og hittir lögræðinga Wolfram & Hart og er ráðin á staðnum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E17: Illa leikin

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel bjargar lífi leikkonu sem vill svo að hann bjargi ferlinum hennar líka.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E16: Inni í hringnum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel er hnepptur í bardagaánauð og er gefið að berjast upp á líf og dauða.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E15: Án titils

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Faðir Kate sýnir af sér undarlega hegðun í tengslum við vafasamt fyrirtæki.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E14: Andskotinn, hann er andsetinn

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Ungur drengur í úthverfum Los Angeles er andsetinn. Guðrún Sóley Gestsdóttir er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E13: Sjóðheitar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel hittir unga konu sem reynir að bjarga kynsystrum sínum úr annarri vídd frá fasískum stjórnendum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E12: Þunguð

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Cordelia fer á stefnumót sem endar ekki vel.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E11: Svefn-g-engill

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Hermikráka leikur lausum hala og minnir Angel á fortíð hans.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E10: Ó, þá fögru steina

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Wesley, fyrrum Watcherinn hennar Faith, rambar inn á syrgjandi Angel og Cordeliu og hjálpar þeim að eiga við djöfla.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E09: Nasistadjöflar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Doyle kemst í kynni við hóp af djöflum sem ætla sér að eyða öllum þeim sem eru ekki með hreint djöflablóð.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E08: Manstu mig? Ég man þig

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy kemur í heimsókn til Los Angeles og á góðar stundir með Angel.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E07: Steggjaveisla

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Fyrrverandi ástkona og núverandi eiginkona Doyle kíkir í heimsókn með sinn tilvonandi eiginmann.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E06: Á tilfinningalegu nótunum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Kuklari heldur námskeið í tilfinningagreind fyrir lögregluna og kemur öllu í uppnám.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E05: Meðleigjandi dauðans

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Cordelia finnur íbúð til leigu þar sem óvæntir meðleigjendur fylgja með.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E04: Ég hef auga með þér

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Læknir er gæddur einstökum hæfileikum að geta grætt saman taugaenda í eigin líkama og notar það óspart gegn fórnarlömbum sínum.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E03: Kemur í ljós

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Góðkunningi vampírubananna, Spike, kemur í heimsókn til Los Angeles.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E02: Kemurðu oft hingað?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel, Cordelia og nýji vinur þeirra, Doyle, vinna saman að því að gæta íbúa Los Angeles.

Read More

SLAYGÐU ANGEL S01E01: Velkominn í bæinn!

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Angel og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel er mættur í borg englanna og hittir þar gamla og nýja félaga.

Read More

SLAYGÐU S07E022: Slay meir ei

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy, Scooby-gengið og Slayeretturnar herja lokabardagann í Sunnydale. Þátturinn er tekinn upp fyrir framan áhorfendur í Bíó Paradís.

Read More

SLAYGÐU S07E021: Þessi gaur er enginn engill

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy leitar að uppruna sigðarinnar sem hún fann hjá Caleb.

Read More

SLAYGÐU S07E020: Allir eru að gera það

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Þegar endalokin nálgast leita ástvinir í fang hvort á öðru.

Read More

SLAYGÐU S07E019: Hæð í húsi

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Scooby gengið og Slayeretturnar segja Buffy upp sem leiðtoga.

Read More

SLAYGÐU S07E018: Stundum þarf maður bara að hafa trú!

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy og Slayeretturnar ráðast til atlögu í vínkjallaranum hjá Caleb.

Read More

SLAYGÐU S07E017: Mæður okkar allra

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Scooby genginu greinir á um hvort Spike eigi ennþá heima í hópnum þar sem honum getur verið stýrt af fyrstu illskunni.

Read More

SLAYGÐU S07E016: Sunnydale í dag

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Andrew nýtir tímann meðan hann er í gíslingu og setur saman heimildarmynd um Buffy frá hans eigin sjónarhorni.

Read More

SLAYGÐU S07E015: Og stundum þarf maður bara að taka málin í sínar hendur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy áskotnast farandgripur frá fyrrum Slayer sem sýnir henni hvað koma skal.

Read More

SLAYGÐU S07E014: Fyrstu stefnumótin eru alltaf örlítið vandræðaleg

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy og skólastjórinn fara á stefnumót og Xander kynnist nýrri konu.

Read More

SLAYGÐU S07E013: Ég drap minn innri mann

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow sýnir annarri konu áhuga sem verður til þess að samviskubit yfir dauða Warrens og Töru heltekur hana.

Read More

SLAYGÐU S07E012: Það jafnast ekkert á við góða hvatningarræðu

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Orðrómur er um að næsti Slayer sé stödd í Sunnydale.

Read More

SLAYGÐU S07E011: Ég skal sko sýna ykkur!

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy sýnir Slayerettunum sínum hvað felst í því að vera hin útvalda.

Read More

SLAYGÐU S07E010: Þú ert alveg að Breta mig

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Giles kemur til baka á sama tíma og Ofur-Vampíra mætir að hrella bæinn.

Read More

SLAYGÐU S07E09: Viltu segja mér frá þessu aðeins meira?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Scooby gengið tekur Andrew í gíslingu í þeim tilgangi að finna rót hins illa sem herjar á bæinn.

Read More

SLAYGÐU S07E08: Flagð undir fögru skinni

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Spike er ekki með sjálfum sér og virðist vera farinn að umbreyta fólki í vampírur gegn eigin vilja.

Read More

SLAYGÐU S07E07: Samræður við dáið fólk

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Hin framliðnu snúa til baka til Sunnydale og gefa sig á tal við Scoobygengið.

Read More

SLAYGÐU S07E06: Fínn jakki, krakki, samt allt í hakki

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Fótboltafyrirliðinn heillar allar stúlkur upp úr skónum og þær keppast um að sanna ást sína á honum. Þátturinn er tekinn upp fyrir framan áhorfendur í Bíó Paradís.

Read More

SLAYGÐU S07E05: Yfir strikið og aftur til baka

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Anya gengur fram af Scooby-genginu í starfi sínu sem hefndardímon.

Read More

SLAYGÐU S07E04: Stundum þarf maður bara að hjálpa sér sjálfur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Ein af nemendum skólans leitar til Buffy og er sannfærð um að eitthvað muni granda henni næsta föstudag.

Read More

SLAYGÐU S07E03: Samtímis á sama stað, samt ekki saman!

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow snýr aftur úr galdrameðferð en virðist ekki tilbúin að hitta gömlu vinina sína.

Read More

SLAYGÐU S07E02: Fyrir neðan þína girðingu

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy fær starf sem námsráðgjafi í skólanum og um leið gerir risastór ormur vart við sig undir bænum.

Read More

SLAYGÐU S07E01: Skálkar á skólabekk

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Sunnydale High opnar á ný og Buffy fylgir systur sinni í skólann og finnur þar aðra skráða nemendur. Þátturinn er tekinn upp fyrir framan áhorfendur í Bíó Paradís.  

Read More

SLAYGÐU S06E22: Þú fullkomnar mig

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Dark Willow ætlar sér að gjöreyða heiminum eftir að hafa átt í galdrabattli við Giles.

Read More

SLAYGÐU S06E21: Tveir eftir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Dark Willow hefur drepið Warren og leitar nú uppi hina tvo úr Tríóinu og virðist sem ekkert fái hana stöðvað.

Read More

SLAYGÐU S06E20: Á veiðum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy fer á spítala eftir skotárásina og Willow brýst út í hefndarhug gegn Tríóinu.

Read More

SLAYGÐU S06E19: Ég verð að fá að skjóta þig

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow og Tara hafa tekið saman aftur og Tríóið verður sér úti um orkubolta sem gera Warren óstöðvandi.

Read More

SLAYGÐU S06E18: Á tjá og tundri

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Anya reynir að koma fram hefndum gegn Xander þar sem hún hefur snúið aftur til síns fyrra lífs sem óskadímon.

Read More

SLAYGÐU S06E17: Klikkað

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy færi í sig eitur sem verður til þess að hún á í erfiðleikum með að greina milli tveggja raunheima sem hún upplifir.

Read More

SLAYGÐU S06E16: Segðu ekki nei

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Anya og Xander ganga að altarinu og eru kemur fjölskyldumeðlimum og vinum þeirra tveggja illa saman í veislunni.

Read More

SLAYGÐU S06E15: Þetta reddast

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gamall kærasti Buffyjar snýr aftur til Sunnydale í leit að djöflaeggjum og Doktornum.

Read More

SLAYGÐU S06E14: Fram á nótt

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy á afmæli og Dawn hittir óvænt óskadímon.

Read More

SLAYGÐU S06E13: Sökudólgur óskast

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Tríóið býr til nauðgunartæki sem dáleiðir konur.

Read More

SLAYGÐU S06E12: Holdsins lystisemdir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy fær vinnu á skyndibitastað þar sem starfsfólkið virðist ekki vera með öllum mjalla.

Read More

SLAYGÐU S06E11: Farin

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Tríóið smíðar geislabyssu sem gerir Buffy ósýnilega um stundarsakir.

Read More

SLAYGÐU S06E10: Hvað er í gangi?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow er langt leidd í myrkum göldrum og virðist sem ekkert nái að koma vitinu fyrir hana.

Read More

SLAYGÐU S06E09: Freistingar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow tekst loks viljandi að breyta rottunni Amy í Amy eins og hún var sem manneskja og Buffy og Spike færa samband sitt á næsta stig.

Read More

SLAYGÐU S06E08: Autt blað

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow ákveður að beita gleymskugaldri enn og aftur en hann fer heldur betur úr böndunum.   Þátturinn er tekinn upp á Midgard 2018 í Laugardalshöllinni fyrir framan áhorfendur.  

Read More

SLAYGÐU S06E07: Söngvaseiður

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Djöfullegur skemmtanastjóri er ákallaður fyrir slysni til Sunnydale og allur bærinn brestur í óstöðvandi söng.   Lóa Hjálmtýsdóttir, annar höfunda þemalags Slaygðu, er sérstakur gestur þáttarins.  

Read More

SLAYGÐU S06E06: Farðu alla leið

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Dawn og vinkona hennar Janice fara út með tveimur eldri strákum á Hrekkjavökukvöldinu. Þeir reynast vera vampírur.   Lóa Hjálmtýsdóttir, höfundur þemalags Slaygðu, er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU S06E05: Áskoranir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Tríóið gerir Buffy lífið leitt með að leggja á hana tímalykkju-galdur meðan hún reynir að finna nýja vinnu.

Read More

SLAYGÐU S06E04: Á flæðiskeri stödd

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Kjallarinn í húsi Buffyjar og Dawn er á floti og Giles snýr heim.

Read More

SLAYGÐU S06E03: Saman á ný

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Djöfull tekur sér tímabundið pláss í líkömum Scooby-gengisins, en tilvist hans er afleiðing af upprisu Buffyjar.  

Read More

SLAYGÐU S06E02: Lof mér að lifa II

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Mótorhjóladjöflar leggjast á eitt að gera út af við Buffy-vélmennið og kveikja í öllum Sunnydale. Willow vinnur í því að reisa Buffy við frá dauðum.   Katrína Mogensen er sérstakur gestur þáttarins.  

Read More

SLAYGÐU S06E01: Lof mér að lifa I

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Scooby-gengið reynir að halda aftur af illum öflum í Sunnydale með aðstoð Buffy-vélmennisins og Giles ákveður að snúa aftur til Englands.   Katrína Mogensen er sérstakur gestur þáttarins.  

Read More

SLAYGÐU S05E22: Gjöfin

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Scooby gengið tekur á honum stóra sínum til að tefja fyrir áætlun Glory að opna gáttir milli allra hliðstæðra heima svo hún geti snúið aftur til Heljar.   Hjörtur Einarsson, titlaþýðandi Slaygðu, er sérstakur…

Read More

SLAYGÐU S05E21: Með heiminn á herðum sér

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Eftir að Glory nær að handsama Dawn fellur Buffy í stafi og þarf Willow að kafa djúpt í huga hennar til að ná henni til baka.   Hjörtur Einarsson, titlaþýðandi Slaygðu, er sérstakur gestur…

Read More

SLAYGÐU S05E20: Lykilpersónur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy ákveður að flýja Sunnydale ásamt Scooby genginu, Spike og Dawn til að komast undan Glory.

Read More

SLAYGÐU S05E19: Töff ást

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Glory ræðst á Töru þar sem hún telur hana vera Lykilinn og gerir hana vitstola.

Read More

SLAYGÐU S05E18: Inngrip, í grip

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Spike fær afhent Buffyvélmenni til einkanota.

Read More

SLAYGÐU S05E17: Birta, bíddu eftir mér

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Eftir jarðarför Mömm’ennar Buffy gerir Dawn tilraun til að galdra hana þeirra aftur til lífsins með aðstoð Spike.

Read More

SLAYGÐU S05E16: Ertu þá farin?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Mamm’ennar Buffy finnst látin á heimili þeirra.

Read More

SLAYGÐU S05E15: Véluð til ásta

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Vélmennið April er forrituð einungis til þess að elska einn mann og hefur dauðaleit að honum um bæinn.

Read More

SLAYGÐU S05E14: Skotinn í þér

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Drusilla mætir aftur til Sunnydale sem verður til þess að Spike játar loks ást sína á Buffy.

Read More

SLAYGÐU S05E13: Blóðbönd

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Dawn leitast við að finna uppruna sinn og kemst í kynni við Glory.

Read More

SLAYGÐU S05E12: Þið ráðið engu

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: The Watchers Council mætir til Sunnydale og hafa í hyggju að leggja próf fyrir Buffy en hún er ekki á þeim buxunum.

Read More

SLAYGÐU S05E11: Bentu á þann sem að þér þykir bestur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow og Anya sjá um galdrabúðina og ná óvart að kalla fram tröllkarl sem leggur allt í rúst.

Read More

SLAYGÐU S05E10: Út í buskann

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Spike sýnir Buffy að Riley hefur dvalið í vampírugreni, þar sem hann fer ítrekað til að gefa blóð. Samband þeirra hangir á bláþræði.

Read More

SLAYGÐU S05E09: Það liggur eitthvað í loftinu

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Vinirnir eiga í fyrsta sinn í skiptum við djöfla utan úr geimnum sem ráðast á vitstola einstaklinga.

Read More

SLAYGÐU S05E08: Sérðu ekki svartan blett í hnakka mínum?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Nýji óvinur Scooby gengisins sem dvelur í Sunnydale í holdgervi ungrar konu að nafni Gloria leitar allra ráða til að klekkja á Buffy.

Read More

SLAYGÐU S05E07: Sálin hans Spikes míns

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy leitar til Spike í þeirri von um að hann geti upplýst hana um vampírubanana sem hann myrti. Andrea Björk er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU S05E06: Hver hefur sinn djöful að draga

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Fjölskylda Töru kemur óvænt í heimsókn í tilefni afmælis hennar.

Read More

SLAYGÐU S05E05: Heima er pest

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy reynir að komast að því hvað sé að hrjá móður hennar en galdurinn sýnir henni óvænt sannleikann um systur hennar.

Read More

SLAYGÐU S05E04: Með þig á heilanum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Mamm’ennar Buffy og Riley eru bæði komin út á hálan heilsuís.

Read More

SLAYGÐU S05E03: Maður í manns stað

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Dímoninn Toth reynir að breyta tvístrunargaldri sem misferst og sýnir Scooby genginu tvær hliðar á Xander.

Read More

SLAYGÐU S05E02: Kæra dagbók

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Harmony er nóg boðið og notar Dawn, litlu systur Buffy, til að leiða hana í gildru.

Read More

SLAYGÐU S05E01: Drakúla kemur í heimsókn

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Drakúla heimsækir gamla og nýja vini í Sunnydale.

Read More

SLAYGÐU S04E22: 4 skrýtnir draumar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy, Willow, Xander og Giles eru enn að jafna sig eftir galdurinn sem sameinaði þau gegn Adam, og hverfa öll inn í draumaheim þar sem Buffy hittir hinn fyrsta Slayer.  

Read More

SLAYGÐU S04E21: Adam átti syndir sjö

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Eftir að Spike tókst að sundra Scooby genginu í smá tíma, sameinast þau aftur gegn honum og Adam með afli sem þeir tveir munu aldrei skilja til fulls.

Read More

SLAYGÐU S04E20: Í ósátt og sundurlyndi

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Spike og Adam leggjast á eitt að sundra Buffy og félögum hennar, í þeim tilgangi að Adam geti barist einn á móti Buffy.

Read More

SLAYGÐU S04E19: Rís nýr máni

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Oz mætir aftur til Sunnydale og sýnir Scooby genginu hvernig hann hefur náð stjórn á varúlfinum í sér en nýtt ástarsamband Willow og Töru hefur önnur áhrif á hann en hann sá fyrir.

Read More

SLAYGÐU S04E18: Elskið okkur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Óstöðvandi ástaratlot Buffy og Riley virðast gera það að verkum að gredda yfirtekur alla gesti sem koma til veislu í húsi bræðralags Rileys.

Read More

SLAYGÐU S04E17: Súperstjarna

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Scoobygengið upplifa veruleika þar sem Jonathan, sem eitt sinn var óbreyttur nemandi, er dáðasti drengurinn í Sunnydale og víðar.

Read More

SLAYGÐU S04E16: Inní mér syngur vitleysingur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Faith lifir nú í líkama Buffyjar og ætlar svo sannarlega að mála bæinn rauðan áður en hún stingur af en nýja gervið reynist henni þungt í vöfum.

Read More

SLAYGÐU S04E15: Nývöknuð og alveg á nálum!

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Faith vaknar úr dái og hyggst hefna sín á Buffy.   Gunni Tynes er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU S04E14: Adam fer á ról

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy og félagar eru á höttunum eftir skrímsli sem slapp undan hönd Frumkvæðisstofnunarinnar.   Gunni Tynes er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU S04E13: Buffy villist af leið

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy hefur samstarf við the Initiative sem vinum hennar þykir mjög varhugavert.

Read More

SLAYGÐU S04E12: Undir áhrifum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Ethan Rayne, gamall vinur Giles, snýr aftur til Sunnydale í þeim eina tilgangi að leika hann grátt.

Read More

SLAYGÐU S04E11: Rokk og ról eða ragnarök?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy og Riley ná loks að komast að sannleika hvors annars, á meðan að Heljarmynni virðist ætla að ljúka upp dyrum sínum enn á ný.   Alba Solís er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU S04E10: Ýmislegt býr í þögninni

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Áður óþekktir herramenn ræna röddum bæjarbúa Sunnydale og Scooby-gengið neyðist til að vinna móti þeim mállaus.   Alba Solís er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU S04E09: Púkaleg brúðkaupsplön

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow reynir galdur til að laga ástarsorg sína en hann snýst óvænt gegn vinum hennar.

Read More

SLAYGÐU S04E08: Menningararfurinn minnir á sig

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Xander vekur upp til lífsins útdauðan ættbálk frá Sunnydale sem hefur það eitt í huga að koma fram hefndum á núlifandi íbúum bæjarins.

Read More

SLAYGÐU S04E07: Aðgerð: ást í meinum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Spike er handsamaður af djöfla-rannsóknastofu og Riley áttar sig á því að hann ber tilfinningar til Buffyjar.

Read More

SLAYGÐU S04E06: Villt ást

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Ung kona sem deilir eiginleikum Oz vill fá hann til að horfast í augu við dýrið í sjálfum sér.

Read More

SLAYGÐU S04E05: Yfirfull af ölæði

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Xander fær vinnu á háskólabarnum þar sem vertinn bruggar bjór sem hefur afleit áhrif á snobbaða háskólanema.

Read More

SLAYGÐU S04E04: Fræðilega hræðilegt

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Scooby-genginu er boðið í Hrekkjavökupartý þar sem húsráðendum tókst óvart að kalla fram djöful sem nærist á ótta.

Read More

SLAYGÐU S04E03: Frygð eða fölskvalaus ást?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Góðkunningi Buffyjar mætir aftur til Sunnydale í leit að hring sem gæti gert hann ódauðlegan.

Read More

SLAYGÐU S04E02: Uppgjör á heimavist

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy á í erfiðleikum við samskipti sín við herbergisfélaga sinn og telja vinir hennar að eitthvað illt liggi þar að baki. Þátturinn er tekinn upp ásamt gestum í sjónvarpssal.

Read More

SLAYGÐU S04E01: Busadagar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy, Willow og Oz taka sín fyrstu skref sem háskólafólk en verða fljótt vör við undarleg hvörf annarra samnemenda. Þátturinn er tekinn upp ásamt gestum í sjónvarpssal.

Read More

SLAYGÐU S03E22: Útskriftin – Sprengjuhöllin

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Nemendur Sunnydale High hlýða á útskriftarræðu borgarstjórans sem tekur djöfullegri stefnu en búist var við í fyrstu.

Read More

SLAYGÐU S03E21: Útskriftin – verður einhver stúdentshúfa í ár?

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Faith skýtur Angel með eitraðri ör og það eina sem getur bjargað honum er blóð úr Vampírubana.

Read More

SLAYGÐU S03E20: Hún er að fara á ball, aftur!

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel tekur þá ákvörðun að hætta með Buffy eftir fjölmargar ábendingar nærstaddra um að samband þeirra sé á villigötum.

Read More

SLAYGÐU S03E19: Vonlausir valkostir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Scooby gengið reynir að koma höndum á dularfullan kassa sem borgarstjórinn í Sunnydale hefur í sínum fórum.

Read More

SLAYGÐU S03E18: Aðgát skal höfð í nærverju trjáa

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy hittir fyrir óvætti sem færa henni óvænta eiginleika.

Read More

SLAYGÐU S03E17: Bæld og komin í kút

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy kemst að því að Faith er ekki öll þar sem hún er séð og nú eru góð ráð dýr.

Read More

SLAYGÐU S03E16: Tvífaraland

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow mætir óvæntum tvífara sínum úr öðrum hliðarraunveruleika og þarf gengið að reyna að skila Vampíru-Willow til baka.

Read More

SLAYGÐU S03E15: Buffy missir trúna

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Upp kemst um mistök Faithar og hefur borgarstjórinn rannsókn á óvenjulegu morði á aðstoðarmanni sínum.

Read More

SLAYGÐU S03E14: Í gallan Allan

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy fær nýjan Watcher og Faith sýnir henni hvernig á að taka lífinu af léttúð.

Read More

SLAYGÐU S03E13: Óeirðarnefndin heldur fund

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Xander líður utanveltu í vinahópnum og leiðist út í óvenjulega atburðarás þegar hans nærveru er ekki óskað í baráttu við Heljarmynni.

Read More

SLAYGÐU S03E12: Átján ára lamin

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy á átján ára afmæli og því þarf hún að standast þær þrautir sem henni eru settar. Þrautabrautin er henni þó þung þar sem hún hefur misst líkamlega krafta sína.

Read More

SLAYGÐU S03E11: Hans og Gréta ganga aftur

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Íbúar Sunnydale verða skelkaðir þegar að tvö látin börn finnast og að frumkvæði mömm’ennar Buffy skera þau upp herör gegn nornum.

Read More

SLAYGÐU S03E10: Í sárabót

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angel er þjakaður af ofsóknum fyrstu illsku heimsins sem reynir að ýta honum út í það að drepa Buffy.

Read More

SLAYGÐU S03E09: Eina ósk

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Cordelia er í sárum og hittir þá fyrir óskanorn sem tekst að breyta öllum bænum til hins verra.

Read More

SLAYGÐU S03E08: Rómantíkin getur verið sjúk

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Spike lætur loksins sjá sig aftur í Sunnydale og er vitstola af ást á Drusillu sem hafnaði honum. Hann skilur eftir sig sviðna jörð eins og honum einum er lagið.

Read More

SLAYGÐU S03E07: Opinberanir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Upp kemst um leyndarmál Buffy, vinum hennar til mikillar gremju.

Read More

SLAYGÐU S03E06: Ýkt gott

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gamall vinur Giles lætur aftur sjá sig í bænum og umturnar öllu samfélaginu eins og honum er einum lagið.

Read More

SLAYGÐU S03E05: Hún er að fara á ball

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy og Cordelia etja kappi um Heimasætu Sunnydale High en sú keppni tekur óvænta beygju á leiðinni á ballið.

Read More

SLAYGÐU S03E04: Fríða og dýrin

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Óræð morð eiga sér stað í Sunnydale og reynir gengið eftir fremsta megni að afsanna sekt sína og sinna.

Read More

SLAYGÐU S03E03: Buffy öðlast trú

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Óvæntur liðsauki kemur til Sunnydale á meðan Buffy vinnur í ástarsorg sinni.

Read More

SLAYGÐU S03E02: Gríman

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Mamm’ennar Buffy kemur heim með nígerískan forngrip sem er ekki allur þar sem hann er séður.

Read More

SLAYGÐU S03E01: Í náttfallinu nam hún eitthvað nýtt

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy reynir að afneita hlutverki sínu annarsstaðar en í Sunnydale meðan vinir hennar halda áfram að berjast við vampírur.

Read More

SLAYGÐU S02E22: Safnadagar 2

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Hjálp berst Buffy úr óvæntri átt við að reyna að yfirbuga Angelus sem er staðfastur í því að opna gáttir helvítis og eyða allri jörðinni.

Read More

SLAYGÐU S02E21: Safnadagar 1

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Kendra kemur aftur til Sunnydale til að veita Buffy aðstoð við að yfirbuga Acathla, fornan draug sem myndi soga inn í sig allt lifandi á þessari jörðu. Ásgeir Guðmundsson er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU S02E20: Veiddu

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Sundþjálfarinn gefur sundliðinu ólöglega fiskistera sem orsaka það að þeir breytast í sæskrímsli, og Xander tekur að sér að vinna rannsóknarvinnuna. Ásgeir Guðmundsson er sérstakur gestur þáttarins.

Read More

SLAYGÐU S02E19: Ég sé þig

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Í skólanum býr draugur sem nærist á því að láta lifandi fólk endurleika dánarstund hans og ástkonu hans, sem verður öllum fórnarlömbum hans að bana.

Read More

SLAYGÐU S02E18: Dánarorsök: Dauði

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy lendir á spítala og finnur þar óvætt sem er einungis sýnilegur mjög veikum einstaklingum. Hún þarf því að veikjast meira til að geta barist við hann.

Read More

SLAYGÐU S02E17: Með hjartað í buxunum

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Angelus ásetur sér það að gera Buffy lífið leitt, á meðan að Jenny Calender reynir að finna leiðir til að endurheimta sál hans.

Read More

SLAYGÐU S02E16: Í álögum, í ólagi, í algjöru rugli

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Xander ætlar að leggja ástarbölvun á Cordeliu þegar hún segir honum upp en ekki lukkast sá galdur sem skyldi.

Read More

SLAYGÐU S02E15: Það eru erfiðir tímar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Á meðan Angelus heldur áfram að gera Buffy lífið leitt reynir hún að vernda Sunnydale frá varúlfum sem láta á sér kræla.

Read More

SLAYGÐU S02E14: Sakleysi

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Bölvun Angels er aflétt og hann hverfur aftur til síns fyrra sjálfs, morðóðrar vampíru.

Read More

SLAYGÐU S02E13: Óvænt óánægja

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Drusilla fær óvænta gjöf sem kallast Dómarinn og er honum ætlað að eyða öllu mannkyninu. Vinirnir reyna að skipuleggja óvænta afmælisveislu fyrir Buffy.

Read More

SLAYGÐU S02E12: Fúlegg

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Nemendur Sunnydale High fá egg til að hugsa um en fljótlega breytist það og eggin fara að hugsa fyrir þau.

Read More

SLAYGÐU S02E11: Ted

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Móðir Buffyjar kemur með nýjan elskhuga inn á heimilið og Buffy virðist vera sú eina sem sér í gegnum hans smeðjulega fas.

Read More

SLAYGÐU S02E10: Á bláþræði 2

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Slayerarnir tveir, Buffy og Kendra, taka höndum saman við að koma í veg fyrir að Spike takist að rýja Angel inn að skinni svo Drusilla fái aftur fyrrum krafta.

Read More

SLAYGÐU S02E09: Á bláþræði 1

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Spike kallar eftir aðstoð að utan og á eftir því þríeyki sem mætir fylgir Kendra, óvæntur haukur í horni.

Read More

SLAYGÐU S02E08: Óljósar aldir

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Fortíð Giles bankar upp á úr óvæntri átt, og við sjáum að ekki hefur alltaf verið eins bjart yfir honum og nú.

Read More

SLAYGÐU S02E07: Segðu mér ósatt

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Gamall vinur hennar Buffyjar kemur til Sunnydale til að endurnýja vinskapinn en við komumst fljótlega að því að ásetningur hans er annar en í fyrstu virðist.

Read More

SLAYGÐU S02E06: Hrekkjavaka

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Óvæntur kaupmaður birtist í Sunnydale og hefur áhrif á Hrekkjavökuskemmtun bæjarbúa.

Read More

SLAYGÐU S02E05: Eðludrengurinn

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy og félagar brjótast inn í einkasamkvæmi hjá háskóladrengjum og finna ýmislegt gruggugt þar.

Read More

SLAYGÐU S02E04: Múmían

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Nýr skiptinemi kemur í skólann og Xander er ekki lengi að falla fyrir henni, en ytra útlit blekkir hann og alla aðra.

Read More

SLAYGÐU S02E03: Foreldrakvöldið

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Mamma hennar Buffy heimsækir skólann hennar og nýjir óvinir láta á sér kræla.

Read More

SLAYGÐU S02E02: Alveg hauslaus

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Tveir skólafélagar fara lengri leiðina í að búa til hina fullkomnu konu.

Read More

SLAYGÐU S02E01: Í tómu tjóni

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy er á báðum áttum með hlutskipti sitt og vinir hennar reyna að beina henni aftur á réttu brautina.

Read More

SLAYGÐU S01E12: Spádómsstelpa

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Masterinn skorar Buffy á hólm og hjálp berst úr óvæntum áttum.

Read More

SLAYGÐU S01E11: Það sem enginn sér

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Draugur gerir vart við sig í skólanum en Buffy kemst að því að ekki er allt sem sýnist.

Read More

SLAYGÐU S01E10: Djöfullegir draumar

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Versti ótti allra íbúa Sunnydale verður að raunveruleika og Buffy þarf að beita brögðum til að bjarga bænum.

Read More

SLAYGÐU S01E09: Brúðuleikhúsið / Hræðileikakeppnin

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy og samnemendur hennar etja kappi í árlegri hæfileikakeppni og eignast ólíklegan bandamann í brúðu.

Read More

SLAYGÐU S01E08: Ástin á tímum internetsins

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Willow kynnist strák á Irkinu og Buffy lýst ekkert á blikuna.

Read More

SLAYGÐU S01E07: Engill

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Við lærum loksins að hinn gallalausi Angel er ekki svo gallalaus eftir allt saman.

Read More

SLAYGÐU S01E06: Pakkið

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Xander lendir í slæmum félagsskap og Buffy lýst ekki á blikuna.

Read More

SLAYGÐU S01E05: Ekki skal deitið drepa

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy gerir heiðarlega tilraun til að fara á deit eins og venjuleg manneskja.

Read More

SLAYGÐU S01E04: Kennarasleikja

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Xander verður ástfanginn af forfallakennara.

Read More

SLAYGÐU S01E03: Nornin

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Í þessum þætti: Buffy keppir við göldrótta klappstýru.

Read More

SLAYGÐU S01E02: Uppskeran

Hullow Dagsson og Xandra Barilli horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt. Í þessum þætti: Buffy klárar sinn fyrsta slag í Sunnydale.

Read More

SLAYGÐU S01E01: Í Heljarmynni

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli (Hullow og Xandra) horfa á Buffy the Vampire Slayer og hljóðrita þátt um hvern einasta þátt.

Í þessum þætti: Buffy flytur til Sunnydale og eignast nýja vini.

Read More