VÍDJÓ

Hosted ByHugleikur Dagsson & Sandra Barilli

VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.

Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.

Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.

Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.

Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.

Njótið vel!


All Episodes

077 Babb í bátinn (Titanic)

Stærsta skip sem smíðað hafði verið lagði af stað í sína jómfrúarferð yfir Atlantshafið árið 1912. Á skipinu var fjöldi fólks úr öllum þjóðfélagsstigum og segir sagan frá ungum...

076 Vopnum búinn og viti rúinn (Lethal Weapon)

Tvær löggur kynnast náið og vel þegar þær eru látnar vinna saman við rannsókn á dauðsfalli ungar konu. Í fyrstu er ekki talið að andlát hennar hafi borið að...

075 Líf, ertu að grínast? (It’s a Wonderful Life)

Lánadrottinn í litlum bæ dreymir um að komast til útlanda og skoða heiminn en líf hans dregur hann alltaf strax til baka í að byggja upp smábæinn sinn með...

074 Rokklingarnir (Gremlins)

Uppfinningafaðir gefur syni sínum lítið dýr að gjöf sem þarf einungis að passa að þrennu leyti; að það blotni ekki, sé ekki í mikilli birtu eða sólarljósi, og að...

073 Í guðanna bænum (Cidade de Deus)

Í fátæku hverfi í Rio de Janeiro eru ung börn í glæpagengjum, sem stýrð eru af aðeins eldri börnum. Aðal söguhetjan okkar segir frá lífinu í hverfinu og hvernig...

072 Flippskúnkar á flandri (Bill & Ted’s Excellent Adventure)

Bill og Ted eru á leiðinni í sögupróf í menntaskólanum sínum en hafa lítið náð að læra fyrir það. Þeim eru settir þeir afarkostir að ná prófinu, ellegar falla...

071 Glataðir gaurar (The Lost Boys)

Tveir bræður eru nýfluttir til smábæjar í Kaliforníu og eru þar að fóta sig og reyna að kynnast nýjum vinum. Það gengur ekki betur en svo að fyrsti vinahópur...

070 Trúðslæti og leðurblæti (Batman)

Leðurblökumaðurinn og Jókerinn etja kappi hvor við annan í Gotham borg.

069 Púkó Boss (The Devil Wears Prada)

Við fylgjum aðalsöguhetjunni á vit tískuævintýranna en hún stefnir að því að verða blaðakona, og þangað til sá draumur getur ræst þarf hún að vinna fyrir tískublað sem henni...