VÍDJÓ

Hosted ByHugleikur Dagsson & Sandra Barilli

VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.

Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.

Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.

Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.

Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.

Njótið vel!


All Episodes

059 Slest upp á vínskápinn (Withnail and I)

Tveir atvinnulausir leikarar telja að þeir þurfi hvíld frá daglegu amstri í borginni og fá lánaðan sveitabæ. Þegar þeir koma á staðinn tekur allt annað en hvíld við, en...

058 Bingó í Vinabæ (When Harry Met Sally…)

Harry og Sally kynnast ung að árum þegar þau keyra samferða til New York, sem má sjá eins og þriðja karakter myndarinnar. Þau hittast öðru hverju á förnum vegi...

057 Alein 2: Fleiri en ein (Aliens)

Ripley rekur loks á slóðir mannfólks en hún hefur verið sofandi í fleiri tugi ára. Á meðan hún svaf og sveif um geiminn réðust stórfyrirtæki í að byggja upp...

056 Hundfúlt eftir hádegi (Dog Day Afternoon)

Þrír bankaræningar hefja bankarán án þess að plana það neitt sérstaklega í þaula. Einn þeirra heltist úr lestinni áður en hasarinn hefst og undir hinum tveimur er þá komið...

055 Bragðarefur í Borgartúni (The Wolf of Wall Street)

Verðbréfasalinn Jordan Belford fær vinnu hjá eftirsóttu fyrirtæki í fjármálageiranum og hann er ekki lengi að komast upp á lagið með að afla sér tekna á vafasaman máta. Fljótlega...

054 Fenris laus úr læðingi (Ferris Bueller’s Day Off)

Þó að Ferris sé með flottar einkunnir og elskaður og dáður af samnemendum sínum hefur hann gaman að því að taka lífinu létt og skólanum ekki allt of alvarlega....

053 Ljómandi (The Shining)

Faðir, móðir og ungur sonur þeirra flytja á hótel til að gæta þess yfir vetrartímann á meðan það er lokað. Þau komast fljótlega að því að einangrunin sem og...

052 Strætóinn sem gat ekki hægt á sér (Speed)

Sérsveitarmaður sem sérhæfir sig í sprengjuleitum þarf að bjarga farþegum í strætisvagni frá hræðilegum dauðdaga, en vagninn þeirra er útbúinn hraðasprengju sem virkjast um leið og hraðinn fer undir...

051 Regnboginn (Cinema Paradiso)

Lítill og lævís drengur hangir mikið í bíóhúsinu í smábænum sínum á Sikiley, þar sem sýningarstjórinn kennir honum helstu tökin í bíóhúsabransanum. Þar fæðist ást hans á kvikmyndum og...