VÍDJÓ

Hosted ByHugleikur Dagsson & Sandra Barilli

VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.

Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.

Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.

Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.

Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.

Njótið vel!


All Episodes

086 Pútter Haraldur (Happy Gilmore)

Þegar amma hans Happy missir húsið sitt út af skattsvikum og þarf hann að leita allra ráða til að borga það upp svo hún þurfi ekki að búa á...

085 Skák og lát (Sjunde inseglet/The Seventh Seal)

Svíþjóð á miðöldum var ekkert dýrðarríki, en þar geisaði plága sem hirti öll þau sem gættu sín ekki á henni. Hin ljóðræna mynd Ingmars Bergman segir frá hópi fólks...

084 Steinsmuga (The Rock)

Þegar gamall hermaður ákveður að setja saman hryðjuverkateymi og halda ferðalöngum föngnum í þekktasta fangelsi allra tíma, gegn því að fá ríkisstjórn Bandaríkjanna til að viðurkenna mistök og endurgreiða...

083 Mættastur (Being There)

Maður á besta aldri sem hefur aldrei farið út fyrir hússins dyr, né setið í bíl eða talað við fleiri en tvær manneskjur, fær loksins að upplifa það sem...

082 Grýlurnar (The Craft)

Þegar ung og fjölkunnug stúlka byrjar í nýjum skóla, kynnist hún fljótlega þremur vinkonum sem hafa einnig verið að gæla við galdra. Þær ákalla almættið og beita miskunnarlaust álögum...

081 Látnir skrifa ljóð (Dead Poets Society)

Robin Williams leikur kennara sem kennir í helst til hefðbundum skóla þar sem reglur um samskipti og kennsluhætti eru af gamla mátanum. Hann lætur það ekki á sig fá...

080 Öðruvísitölufjölskyldan (The Incredibles)

Við fylgjumst með úthverfafjölskyldu þar sem allir fjölskyldumeðlimir búa yfir ofurkröftum, en þeim er gert að fela og bæla þá niður samkvæmt lögum. Þeim tekst þó ekki lengi að...

079 Hvolpasveitin (Reservoir Dogs)

Nokkrir krimmar eru komnir saman til að framkvæma bankarán fyrir sameiginlegan vin, en þar sem þeir þekkjast lítið sem ekkert áður en ránið á sér stað, vita þeir ekki...

078 Lítill í sér (Big)

Tom Hanks leikur smádreng sem fær óvænt fullorðinslíkama til afnota um óákveðinn tíma. Hann nýtir tækifærið og kynnir sér bæjarlífið í borginni og byrjar í vinnu þar sem hann...