106 Ferðamátar (Planes, Trains and Automobiles)
Einn auglýsingastofustarfsmaður er að leggja af stað heim til sín fyrir Þakkargjörðarhátíðina til að eyða henni í faðmi fjölskyldunnar sinnar þegar að á vegi hans verður farandsölumaður sem á...
VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.
Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.
Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.
Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.
Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.
Njótið vel!
Einn auglýsingastofustarfsmaður er að leggja af stað heim til sín fyrir Þakkargjörðarhátíðina til að eyða henni í faðmi fjölskyldunnar sinnar þegar að á vegi hans verður farandsölumaður sem á...
Smakkseðill úr þáttum 11 til 15, þessi brot er að finna í umfjöllun um myndirnar Tóti á móti, (My Neighbour Totoro), Hörundsár (Scarface), Olnbogarými (Office Space), Flottar á flótta...
Fátækum og hirðulausum ónytjung er boðið að keppa á móti stærsta hnefaleikakappa Bandaríkjanna og hefur hann fimm vikur til að undirbúa sig. Hann ber í svínsskrokka og hleypur um...
Franskur kokkur fær athvarf hjá tveimur systrum og unir vel. Hún vinnur svo í frönsku lottói og ákveður að nýta peninginn til að bjóða til alvöru franskrar veislu í...
Fimm ungmenni sem stúdera gang himintunglanna ætla að kíkja á eyðibýli saman, en gleyma að taka bensín og þurfa að banka uppá í nærliggjandi húsi til að fá aðstoð...
Ungur drengur kynnist nágranna sínum sem reynist vera vampíra. Með þeim myndast mikill vinskapur og hjálpar hún honum að klekkja á bekkjabræðrum hans sem hafa verið að gera honum...
Á víkingatímum á Vík í Mýrdal, mætir Gestur á svæðið sem hyggur á blóðugar hefndir. Hann egnir öllum gengjum saman og kemur upp á milli fóstbræðra í ofanálag, allt...
Nú eru góð ráð dýr, þegar söguhetjan okkar sem er nýkjörin fyrirliði klappstýruliðsins, kemst að því að öll þeirra fyrri atriði eru stolin frá öðru liði sem hefur ekki...
Ungir drengir í mótorhjólagengi lenda í hættu þegar að einn þeirra smitast af telekínetískum ofurkröftum. Smitið nær heljartökum á honum, og reynist honum lífshættulegt.