029 Heilinn hans Jóns míns (Being John Malkovich)
Mjög hæfur brúðuleikari sem hefur því miður ekki náð langt í list sinni, finnur fyrir einskæra tilviljun göng á vinnustaðnum sínum sem leiða hann í ævintýralega upplifun á lífi...
VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.
Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.
Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.
Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.
Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.
Njótið vel!
Mjög hæfur brúðuleikari sem hefur því miður ekki náð langt í list sinni, finnur fyrir einskæra tilviljun göng á vinnustaðnum sínum sem leiða hann í ævintýralega upplifun á lífi...
Luke hefur fundið kraftinn innra með sér og leitar á náðir meistara Yoda til að þjálfa hann. Á meðan er samstarfsfólk hans, Leia Prinsessa, Hans Óli og Chewbacca, að...
Aukaþáttur í tilefni af Hrekkjavöku, Hulla og Söndru félagið horfir á hryllingsmynd þar sem ungur drengur myrðir systur sína og er vistaður á geðsjúkrahúsi í framhaldi. Hann sleppur út...
Líf dýranna í skóginum er ekki alltaf dans á rósum, sérstaklega þegar óboðni gesturinn mætir þangað. Við fylgjumst með Bamba og vinum hans stíga sín fyrstu skref og átta...
Hvað ætli gerist í heimi þar sem illa gefnu fólki fjölgar svo að þau útrýma því gáfaða? Meðaljón Ameríku vaknar úr dái í framtíðarríki þar sem hann, fullkomlega áreynslulaust,...
Glæpagengi í Brooklyn elur upp meðlimi frá unga aldri. Henry litli sinnir hinum ýmsu störfum fyrir glæpóna hverfisins og uppsker ríkulega. Þegar hann er orðinn háttsettur ákveður hann að...
Þrjár ungar skutlur vinna á kontórnum á daginn undir gríðarlega þrúgandi nærveru yfirmanns sem hlutgerir þær og hamlar þeim frekari starfsþróun. Eftir röð tilviljana enda þær á að halda...
Sjálfstætt starfandi hermaður og hans hópur er fenginn til að ráða niðurlögum á óþekktri veru sem virðist vera að leggja frumskóginn undir sig með því að herja á fólk....
Myndin segir frá sænskum feðgum sem ráða sig í vist á lítilli eyju sunnan af Skáni. Þrátt fyrir að þeir búi við bágar aðstæður þá missir sonurinn Pelle ekki...