VÍDJÓ

Hosted ByHugleikur Dagsson & Sandra Barilli

VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.

Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.

Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.

Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.

Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.

Njótið vel!


All Episodes

014 Flottar á flótta (Thelma & Louise)

Tvær ungar skjátur ákveða að skella sér í helgarfrí til að losna aðeins frá sínu daglega amstri. Þeim tekst ekki betur til en svo að í upphafi ferðalagsins verður...

013 Olnbogarými (Office Space)

Metnaðarlaus ungur maður vinnur á skrifstofu með erfiðum yfirmanni og þykir fátt til lífs síns koma, þangað til að hann tekur þátt í dáleiðslutíma sem fer örlítið úrskeiðis. En...

012 Hörundsár (Scarface)

Ungur flóttamaður frá Kúbu kemur sér í mjúkinn hjá eiturlyfjainnflytjanda í Miami. Þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu er hann þó ekki lengi að taka yfir stórveldið hans...

011 Tóti á móti (My Neighbour Totoro)

Lítil fjölskylda flytur yfir sumartímann í sveitir Japans, til að dreifa huganum á meðan að móðirin liggur á spítala. Dæturnar tvær kynnast nágrönnum, dýrum og alls kyns furðuverum sem...

010 Bíbí fríkar út (The Birds)

Gáskafull og hvatvís kona hittir heillandi mann í smáfuglabúð í stórborginni, en þegar hann þarf skyndilega að rjúka ákveður hún að elta hann uppi með þá tvo fugla sem...

009 Reimholt (Ghost World)

Tvær ungar og nýútskrifaðar stelpur fylgjast með fólki í kringum sig og reyna að finna sinn stað í lífinu. Önnur þeirra kynnist hljómplötuáhugamanni meðan að hin vinnur og leitar...

008 Hugguleg án heimanmunds (Pretty Woman)

Ung og glæsileg kona aðstoðar aðkomumann í Rauða hverfi Los Angeles við að komast aftur heim á hótelið hans. Maðurinn óskar eftir að hún veiti honum sína nærveru- og...

007 KJAMS (Jaws)

Ógnvekjandi ófreskja í hafinu skekur heilt sjávarþorp sem hefur sitt lifibrauð af ferðafólki sem sækir þangað í sólina kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Lögreglustjórinn á svæðinu vill krefja bæjaryfirvöld að loka...

006 Meðal dóna og þrjóta í Minnesóta (Fargo)

Eldklár lögreglukona í miðríkjum Bandaríkjanna fær morðgátu upp í hendurnar þegar hún kemur að undarlegu bílslysi í vegarkanti. Rannsókn málsins leiðir hana til bílasala sem virðist við fyrstu sýn...