VÍDJÓ

Hosted ByHugleikur Dagsson & Sandra Barilli

VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.

Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.

Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.

Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.

Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.

Njótið vel!


All Episodes

068 Klórað í krakkana (A Nightmare on Elm Street)

Vondur karl með klær ofsækir menntaskólanemendur meðan þau sofa og verður þeim stundum að bana. Þau þurfa að beita klækjum til að reyna að stöðva þetta framferði hans.

067 Konan við 37,2 gráður (Betty Blue / 37°2 le matin)

Erótískt sálfræði drama um unga konu sem flytur inn með ástmanni sínum sem er smiður og óútgefinn skríbent í hjáverkum. Hún hrífst af skrifum hans og hvetur hann til...

066 Kallar í fjalli ansa kalli (Close Encounters of the Third Kind)

Þegar venjulegur heimilisfaðir kemst í kynni við geimskip grípur hann óstjórnleg löngun að skapa það sem hann taldi að geimverurnar hefðu sýnt honum. Hann missir áhuga á öllu öðru...

065 Voff voff bang bang (Old Yeller)

Fjölskylda í Suðurríkjum Bandaríkjanna tekur að sér villihund sem reynist fjölskyldunni fljótt vinur í raun. Hann aðstoðar þau við bústörfin af mikilli kostgæfni.

064 Fullt hús matar (Delicatessen)

Slátrari leigir út íbúðir í fjölbýli og selur kjöt og matvöru á jarðhæðinni. Hann á það til að fela uppruna kjötmetisins fyrir kaupendum, en oftar en ekki eru það...

063 Hart í hári (Hairspray)

Ung og íturvaxin skólastúlka kemst í vinsælasta dans-sjónvarpsþáttinn í Baltimore. Ásamt því að auka á fjölbreytileika í líkamsstærðum í danshópnum með nærveru sinni, lætur hún ekki þar við sitja...

062 Brimprettir (Point Break)

Óskabarn Hollywood, Keanu Reeves, leikur lögreglumann sem þarf að komast í mjúkinn hjá brimbrettaköppum til að rannsaka fjölda bankarána sem hann telur þá ábyrga fyrir. Hann finnur fljótt hvernig...

061 Te hjá tengdó (Get Out)

Svartur ljósmyndari eyðir helginni hjá hvítri tengdafjölskyldu sinni í þeirri von að kynnast þeim betur en áttar sig smátt og smátt á því að tilgangur heimsóknarinnar er allur annar...

060 Svikinn héri (Who Framed Roger Rabbit)

Samlífi teiknimynda og fólks í Hollywood gengur framar vonum þangað til að illkvittinn einstaklingur ætlar sér að eyða öllum teiknimyndum úr raunveruleikanum með heimatilbúinni sýru. Hann ræðst ekki á...