099 Bjartur (Akira)
Ungir drengir í mótorhjólagengi lenda í hættu þegar að einn þeirra smitast af telekínetískum ofurkröftum. Smitið nær heljartökum á honum, og reynist honum lífshættulegt.
VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.
Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.
Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.
Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.
Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.
Njótið vel!
Ungir drengir í mótorhjólagengi lenda í hættu þegar að einn þeirra smitast af telekínetískum ofurkröftum. Smitið nær heljartökum á honum, og reynist honum lífshættulegt.
Smakkseðill úr þáttum 6 til 10, þessi brot er að finna í umfjöllun um myndirnar Meðal dóna og þrjóta í Minnesóta (Fargo), KJAMS (Jaws), Hugguleg án heimanmunds (Pretty Woman),...
Í einum fátækasta hluta Shanghai borgar er blokk með samliggjandi svalir og mikinn samgang íbúa sem eiga það sameiginlegt að vera með sama leigusalann. Leigusalinn býr líka í blokkinni...
Alheimslögregla Bandaríkjanna er orðin ráðþrota í baráttunni við hryðjuverkamenn og ræður því til sín Gary, stærsta leikarann á Broadway til að svindla sér inn í herbúðir óvinanna. Hann beitir...
Þegar heimilisfaðir, sem þykir hjónaband sitt farið að súrna, ákveður að halda framhjá eiginkonu sinni með tælandi samstarfskonu, kemst hann fljótt að því að hann hefði betur haldið upp...
Fríða er ungur bókaormur sem þyrstir í ævintýri og þegar föður hennar er rænt af dýrslegri skepnu í álögum, ákveður hún að hún skuli bjóða sjálfa sig fram sem...
Í dystópískri framtíð eru löggur sem veiða vélmenni sem eru svo raunveruleg að það sést ekki munur á þeim og venjulegu fólki.
Dragdrottningin og glæpakvendið Divine býr í hjólhýsi ásamt fjölskyldu og vinum og stærir sig af því að vera sú óhugnalegasta í bransanum. Þegar hjónakorn nokkur í bænum fá veður...
Stríðsföngum sem hafa verið iðnir við að reyna að strjúka úr fangabúðum nasista er safnað saman í einar fangabúðir sem er mjög erfitt að strjúka úr. Þeir eru hins...