020 Ná-granninn (Beetlejuice)
Barnlaus hjón lenda í bílslysi og drukkna en í staðinn fyrir að kveðja veraldlega heiminn snúa þau aftur í húsið sitt sem draugar. Þau hefja þá ómarkvissar tilraunir til...
VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.
Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.
Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.
Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.
Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.
Njótið vel!
Barnlaus hjón lenda í bílslysi og drukkna en í staðinn fyrir að kveðja veraldlega heiminn snúa þau aftur í húsið sitt sem draugar. Þau hefja þá ómarkvissar tilraunir til...
Við fylgjumst með unglingum í sjöunni í vernduðu umhverfi í Bandaríkjunum sletta úr klaufunum eftir skólaslit að sumri. Yngstu bekkingar þurfa að þola busun af hendi hinna eldri meðan...
Dae-su virðist vera mikil fyllibytta og ónytjungur og er fangelsaður í fimmtán ár þrátt fyrir að hafa ekki sýnilega brotið af sér. Þegar hann sleppur úr fangelsinu einsetur hann...
Þegar nýfæddur Kal-El er sendur aleinn frá deyjandi plánetunni sinni lendir hann á Jörðinni þar sem eldri hjón taka hann að sér og ala hann upp. Honum gengur vel...
Þrír vinir sem kynnast á unga aldri feta saman lífsins veg gegnum erfiðleika, fátækt og lögregluofbeldi. Tímamótamynd sem er byggð að einhverju leyti á upplifunum höfundar og veitti á...
Amerísk vísitölufjölskylda flytur í fallegt hús í úthverfi í Kaliforníu og hyggur á huggulegt líf þegar undarlegir andar fara að láta á sér kræla. Yngsta dóttirin verður þeirra fyrst...
Tvær ungar skjátur ákveða að skella sér í helgarfrí til að losna aðeins frá sínu daglega amstri. Þeim tekst ekki betur til en svo að í upphafi ferðalagsins verður...
Metnaðarlaus ungur maður vinnur á skrifstofu með erfiðum yfirmanni og þykir fátt til lífs síns koma, þangað til að hann tekur þátt í dáleiðslutíma sem fer örlítið úrskeiðis. En...
Ungur flóttamaður frá Kúbu kemur sér í mjúkinn hjá eiturlyfjainnflytjanda í Miami. Þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu er hann þó ekki lengi að taka yfir stórveldið hans...