VÍDJÓ

Hosted ByHugleikur Dagsson & Sandra Barilli

VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.

Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.

Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.

Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.

Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.

Njótið vel!


All Episodes

094 Hlaupastingur (Blade Runner)

Í dystópískri framtíð eru löggur sem veiða vélmenni sem eru svo raunveruleg að það sést ekki munur á þeim og venjulegu fólki.

093 Bleikir mávar (Pink Flamingos)

Dragdrottningin og glæpakvendið Divine býr í hjólhýsi ásamt fjölskyldu og vinum og stærir sig af því að vera sú óhugnalegasta í bransanum. Þegar hjónakorn nokkur í bænum fá veður...

092 Flóttamannabúðir (The Great Escape)

Stríðsföngum sem hafa verið iðnir við að reyna að strjúka úr fangabúðum nasista er safnað saman í einar fangabúðir sem er mjög erfitt að strjúka úr. Þeir eru hins...

091 Flottur Jackie (Police Story)

Jackie Chan leikur lögreglumann sem þarf að vernda mikilvægt vitni í mafíumáli, og lendir í ýmsum ógöngum meðan að á því stendur. Það eru óþokkar á hverju strái sem...

090 Í bláum skugga (Blue Velvet)

Þegar ungur drengur finnur afskorið eyra í grasinu er ekkert sem fær hann stöðvað til að komast til botns í málinu, hvort manneskjan sem eyrað tilheyrði sé á lífi...

089 Í harðbakkann slær (A Hard Day’s Night)

Bítlarnir eru orðnir heimsfrægir og geta hvergi vel við unað án þess að aðdáendur elti þá uppi öskrandi og æpandi. Á einu tónleikaferðalagi þeirra er afi Paul McCartney dreginn...

088 Dragbjört (Tootsie)

Þegar óvinsæll en hæfileikaríkur leikari fær hvergi vinnu tekur hann upp á því að klæða sig sem kona og reyna fyrir sér í hlutverki í vinsælli sápuóperu. Hann kemst...

087 Víðis saga (Willow)

Tveggja barna faðir finnur unga prinsessu í polli og þarf að leggja á sig heljarinnar leiðangur til að koma henni í skjól frá illa innrættum yfirvöldum sem vilja ráða...

Brot af því besta – Þættir 001-005

Smakkseðill úr þáttum 1 til 5, þessi brot er að finna í umfjöllun um myndirnar Þetta reddast, (A New Hope), Aktu Taktu (Bonnie & Clyde), Brúðarbrölt (The Princess Bride),...