VÍDJÓ

Hosted ByHugleikur Dagsson & Sandra Barilli

VÍDJÓ er hlaðvarp þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á merkilegustu bíómyndir allra tíma og aðrar jaðarmyndir. Sandra hefur séð merkilega lítið af bíómyndum og er þetta hlaðvarp liður í því að mennta hana á þessu sviði. Hver er betur til þess fallinn en helsti kvikmyndakonnosjör Íslands og erkinördinn Hugleikur Dagsson? Nú, enginn annar heldur en hann.

Vídjó kemur út einu sinni í viku á þriðjudögum. Í lok hvers þáttar má heyra hvaða mynd verður tekin fyrir næst og á facebook síðu þáttarins geta hlustendur komið með tillögu á þýðingu á myndinni. Margar skondnar þýðingar hafa komið fram og hefur það vakið mikla kátínu víða á vefmiðlum. RÚV hefur meðal annars fjallað um þetta uppátæki, sem og Fréttablaðið.

Á Instagram má svo sjá þýðingar á myndunum í plakataformi.

Vídjó hóf útsendingar sínar þann fjórða maí 2021 á allra stærsta loðfíl kvikmyndasögunnar sem hafði einhverra hluta vegna farið alveg framhjá Söndru en það var hið margrómaða Stjörnustríð. Þar á eftir koma gullmolar eins og Thelma and Louise, Scarface, Silence of the Lambs og margar fleiri.

Hver þáttur af Vídjó er sjálfstæður og geta hlustendur því valið að hlusta einungis á myndir sem þau hafa séð en við hvetjum öll að sjálfsögðu til þess að hlusta á þá alla og horfa á myndirnar samhliða til að auka á skemmtunina.

Njótið vel!


All Episodes

116 Hoppípolla (Singin’ in the Rain)

Ungur áhættuleikari í Hollywood fær stóra tækifærið sitt og verður stjarna á hvíta tjaldinu. Hann og mótleikkona hans þykjast vera í ástarsambandi til að auka á aðsókn á næstu...

115 Hvert þó í hoppandi (Mulholland Drive)

Ung leikkona kemur til Hollywood til að meika það en gengur ekki betur en svo að hún missir vitið þegar ástkona hennar sem er einnig leikkona hættir með henni...

114 Eiríkur Fjalar (Ed Wood)

Ed Wood reynir fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri í Hollywood og heldur ótrauður áfram þrátt fyrir margar hindranir og hæfileikaskort. Hann keyrir verkefnin sín áfram á jákvæðni og með hjálp...

113 Dótadagur 3: Leikfangar (Toy Story 3)

Þegar Andy, eigandi margvíslegra leikfanga, er á leiðinni í háskóla ætlar hann að koma gömlu leikföngunum sínum fyrir uppá háalofti. Þau enda óvart í ruslinu og þurfa svo að...

112 Ná vá 2: Nögun við dögun (Evil Dead 2)

Ungt og efnilegt par ákveður að leggja leið sína í lítið sumarhús en þar finna þau forna bók sem býr yfir illsku. Þau komast snögglega að því að illskan...

111 Babbi segir, Babbi segir (The Godfather II)

Í þessum formála og eftirmála af kvikmyndinni Babbi segir sjáum við upprisu og hnig fjölskylduveldisins sem við kynntumst í fyrstu myndinni. Við fylgjumst með Vito Corleone þegar hann kemur...

110 Babbi segir (The Godfather)

Höfuð fjölskyldunnar lendir í bráðri lífshættu eftir skotárás og er einnig kominn á aldur svo þá þarf að finna hæfan arftaka í systkinahópnum, sem getur viðhaldið veldinu sem er...

109 Jólin dúkka upp (The Muppet Christmas Carol)

Heldri maður og lánadrottinn er viðskotaillur í samskiptum sínum við starfólkið sitt og raunar allt fólk sem hann umgengst. Á jólanótt er hann svo heimsóttur af draugum sem veita...

108 Ríðingafélagið Grímur (Eyes Wide Shut)

Eiginmaður og faðir kemst á snoðir um ankannalega skemmtun sem felur í sér mikla nekt, samfarir og grímunotkun, og langar mjög mikið að komast í veisluna án þess að...