Um okkur

The Story Behind Our Podcast

The Watchers Council

Hugleikur Dagsson (Hullow)

Buffy-slut

Hugleik þarf vart að kynna fyrir hlaðvarpshlustendum og almenningi. Hann er ótvíræður konungur hlaðvarpa Íslands og teiknar spítukalla í hjáverkum. Hann hefur séð Buffy með hinum og þessum vinkonuhópum og er þetta í fjórða skiptið sem hann horfir á alla þættina aftur.

Hann hefur verið aðdáandi Buffy og Scoobygengisins síðan þau birtust fyrst á sjónvarpsskjám.

 

Sandra Barilli (Xandra)

Buffy-virgin

Sandra Barilli er pródúsent og starfar innan tónlistargeirans. Hún hafði verið gestur hjá Hefnendunum þegar þau Hugleikur ákváðu að hefja nýtt hlaðvarp sem fjallaði eingöngu um Buffy the Vampire Slayer.

Sandra hefur verið aðdáandi Buffy , Scoobygengisins og Spike síðan 25. maí 2017.

Um Slaygðu

Slaygðu er spin-off hlaðvarp af Hefnendunum þar sem Sandra Barilli og Hugleikur Dagsson horfa saman á Buffy the Vampire Slayer. Hugleikur hefur séð Buffy oft áður en Sandra er að horfa í fyrsta skipti. Þess vegna er bannað að ræða um Buffy og nokkuð sem tengist því þegar þið hittið hana.

Þátturinn er tekinn upp í Bunker Hugleiks Dagssonar. Sandra og Hugleikur horfa á þátt og taka svo upp umræður um hvern þátt fyrir sig og gefa út sem þetta hlaðvarp.

FM Belfast sá um gerð upphafs- og endastefs.

Hjörtur Einarsson sér um titlaþýðingar á þáttum.

32154373_10155779136532762_329344680737112064_n